Dvöl - 01.09.1944, Qupperneq 31

Dvöl - 01.09.1944, Qupperneq 31
DVÖL 173 hin bláu vötn, með himininn yfir höfði sér, — þá gat hann aldrei fundið út af hverju mennirnir hugsa.“ „Nei.“ „Aldrei----“. Gamli maðurinn stóð upp, tók stafinn og hattinn sér í hönd og gekk út að dyrunum. Þá spurði gamla konan með keim af hræðslu í röddinni: „Eiríkur, höfum við ekki jafnan haft fátæka hjá okkur?“ Gamli maðurinn sneri sér hægt við. „Fátæka?" Svo varð vandræðaleg þögn. „Ég meina, hvort við höfum nokkuð verið verri við aumingja en bara aðrir?“ „Jóhanna.“ — Gamli maðurinn var nú skyndilega orðinn ákveðn- ari á svip. „Jóhanna. — Ég get sagt Þér það, að ég er ekki fær um að svara slíku. Spurðu hana Veigu gömlu. — Spurðu hana Stínu.“ Svo sneri hann sér að myndunum á veggnum yfir sófanum. — „Ég lifði einn af börnunum heima.“ Þetta sagði hann í lágum hljóðum. Hann ^ró seiminn. Og alltaf var tónninn sá sami. „Stína er nú dáin, sálin sú arna,“ sagði gamla konan, næstum því hieð ekka. ,Já, — hún er nú víst dauð,“ sagði gamli maðurinn. „En Veiga ^an þó líklega eftir þér, ef þú hef- ur gefið henni,“ sagði gamli mað- urinn. Þá varð dálítil þögn. Gamla kon- an sneri sér aftur út að gluggan- um, fitlaði við hvíta gardínuna og sagði lágt: „Við vorum aldrei rík, Eiríkur, — við höfðum áreiðanlega ekki efni á því að gefa. Eða finnst þér það?“ Maðurinn hennar svaraði ekki. Eftir góða stund gekk hann að henni, þar sem hún stóð við glugg- ann og var orðin lotin. „Jóhanna mín.“ — Hann komst ekki lengra, því að hún sneri sér snöggt við. „Eiríkur, hvað? —“ Hann gekk hægt út að dyrunum með hendur fyrir aftan bak. Svo sagði hann: „Hver á að erfa okkur? Ættin er dáin út, við erum barnlaus.“ Konunni varð litið á köttinn við borðið. „Ég veit það ekki. — Ég hef ekkert hugsað út í slíkt. — Mér er svo sem sama.“ Svo bætti hún við eftir litla stund: „Ég veit ekki hver hefur gagn af eignum okkar. Við eigum ekkert.-----Svo er manns ekkert minnzt þó maður gefi allt eftir sig. — Manni er ekkert þakk- að. —-------Sumir gefa félögum, eða kirkjum. Nú eru allir að gefa kirkjum.--------Ég veit ekki----- —Hún neri hendur sínar. Henni var kalt. En gamli maðurinn varð íbygginn á svip.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.