Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 36
Komu i gliðnandi krapmúrinn skörð,
klofnaði þekjan við átökin hörð;
opnuðust vakir og alar og sund
— auðsœrri með hverri líðandi stund ■—.
Sér hraðaði áin til fundar við fjörð,
að fœra’ honum aftur sitt pund.
Lífsvonin öirtist sem blánandi rönd
báti i hafvillu — rof fyrir strönd —.
Afl, sem var geymt hinni ýtrustu neyð,
— einungis kallsins frá viljanum beið —
kaldofinn fótur og krókloppin hönd
kröfu þess hlýddu um leið.
Sakast ei neinn, sem fœr lífið í laun,
um langa og kveljandi átakaraun.
Grími fannst lífið svo brosandi og bjart,
er bakkann hann loksins með höndunum snart.
Svo skreið hann upp isbelti úfið sem hraun,
en eggjar þess kenndi hann vart.
Lambinu barg hann við bakkann — á knjám
brölti það slóðina dofið í tám. —
Hann sá, að það fœrist, ef fengi ei skjól,
svo fann hann því afdrep við dálítinn hól.
Þar lagðist það niður og lokaði brám
í leiðslu, en mjöllin það fól.
Þó að til bœjar ei löng vœri leið,
liklega yrði sú för ekki greið,
ófœrðin víða í kalfa og kné,
klœðin sem aðfelldur stokkur úr tfé.
Hann kút.veltist, brölti og skjögraði og skreíð,
í skafli unz máttvana hné.
Hve sœlt vœri að mega nú svolitla stund
í sœnginni dúnmjúku hressingarblund
fá sér — rétt andartak, eflast við það,
áður en nœst vœri haldið af stað.