Dvöl - 01.09.1944, Síða 39
DVÖL
181
helzt í huga, a'ð fara sem hægast og
komast sem seinast áfram, hann
staðnæmdist við og við, leit í kring-
um sig, hægt og gætilega, gekk
upp á hól og leit til veðurs, —
yfirleitt, fór með dundi og í mestu
makindhm. — Raulaöi vísu og tal-
aði við sjálfan sig.-----
Maður þessi var Hermundur
Jónatansson frá Valanúpi, tengda-
sonur Arngríms gamla ríka og
einkaerfingi hans. En þrátt fyrir
allan auðinn og allsnægtirnar á
Valanúpi var það síður en svo, að
ánægjan sæti þar i hásæti. Arn-
grími gamla hafði aldrei verið
Þaö íjúft, að- Hermundur fengi
Sigurlínu, en á hinn bóginn ekki
getað staðið öndverður gegn því,
eins og ástæður voru þar: Sigur-
lína hvergi nærri ásjálegur kven-
kostur, ekkja með tvö börn ung,
komin um fertugt, og vistin á Núpi
ekki eftirsótt. — En þrátt fyrir
ssemilega greind og talsverða
^enntun, — gagnfræðapróf, —
hafði Hermundur aldrei þótt
^hannsefni að öðru en því, að
Þann bar í brjósti brennandi löng-
Un í fjármuni, svo skæða löngun,
a'ö hann greip til örþrifaráða á
Unga aldri og komst í klærnar á
Þeim, er laga áttu að gæta í landi
v°ru. Þetta gerðist að vísu í ann-
arri sýslu og öðrum landsfjórðungi,
en það varð ekki af skafið. —
Síálfsagt var það fjárgræðgin, sem
varð því valdandi, að Hermundur
fyrir sex árum^ er hér var komið
sögu, réðst í það að kvongast Sigur-
linu, en satt var það þó, sem al-
mannarómur sagði, að konan var
honum fullboðleg, sérstaklega þeg-
ar það var tekið með í reikning-
inn, að hún átti fyrir höndum að
erfa Arngrím gamla, auðugasta
mann héraðsins og þótt lengra væri
leitað. — Son hafði hún og fætt
Hermundi, árið eftir að þau gift-
ust, en annars var dvöl hans á
Valanúpi engin sæla. Arngrímur
var úldinn og þver í lund og auð-
sýndi tengdasyninum litla blíðu.
Þó var Hermundur í rauninni að
hans skapi, duglegur forkur til
vinnu, ágætur fjármaður, ágjarn
og nízkur, — en hann hafði einn
ókost, að dómi Arngríms, sem gamli
maðurinn gat aldrei fyrirgefið og
stöðugt endurtók sig. Hann hafði
ákaflega gaman af bókum; keypti
flestar bækur, sem út komu og
hékk yfir að lesa þær — oft á
nóttunni við ljós. — Það féll aldrei
hlýlegt orð á milli þeirra, og Arn-
grímur var alltaf bóndinn, Her-
mundur vinnumaðurinn. — „Ekki
veit ég hvaðan þú hefur peninga
til þess að kaupa þetta andskot-
ans bókarusl“, tautaði Arngrímur
einu sinni, þegar Hermundur hafði
komið heim úr kaupstaðnum með
þrjár nýjar bækur. — Hermundur
las áfram og leit ekki upp. — Arn-
grímur gamli stóð á gólfinu í
hjónaherberginu og tvísté. — „Þú