Dvöl - 01.09.1944, Side 45

Dvöl - 01.09.1944, Side 45
dvöl 187 „Af hverju?“ sagöi læknirinn. „Þér eruð fantur Hermundur.“ „Og þér eruð afglapi,“ sagði Hermundur Jónatansson og þessi litlu, óþægilegu augu stóðu eins og nálaroddar inn í augu læknisins. „Það hefur verið skipt um miða á glösunum,“ sagði læknirinn. — Hann gat ekki staðið kyrr, hann tvísté á gólfinu og höfuðið riðaði til á honum. Hann var fölur í framan af geðshræringu. Hermundur hló, heldur ljótum, köldum hlátri. — Hann var alveg rólegur. „Var það svo karlinn," sagði hann. „Hvernig getur maður bú- izt við því, að blindfullur maður, veikur og ælandi, geti gert nokk- uð rétt? Það var víst guðs mildi að gamli maðurinn þurfti ekki að taka þessi meðul. Ætli það væri ekki rétt að láta háyfirvöldin uthuga þetta mál? Skipt um miða, segiö þér. Hver ætti svo sem að hafa skipt um miða, nema ég? Viljið þér drótta því að mér? Ég er reiðubúinn að láta málið ganga áfram.“ „Nei, nei,“ sagði læknirinn, lágt °g settist niöur á stól. „Slíkt hef- ur mér aldrei til hugar komið. En hlessaður Hermundur minn. látið þér mig fá glösin. Þér sjáið sjálf- ur---------.“ „Já, ég sé sjálfur,“ sagði Her- mundur dræmt, „ég sé, ég sé. — En ég læt ekki drótta að mér sama sem mannsmorði án þess að einhverjar bætur komi fyrir.----- Jæja, af því að mér er meinlaust til yðar, borgið þér mér hundrað krónur fyrir glösin og málið fellur niður. Við brjótum glösin Og mál- ið fellur niður.“ — — — Litlu síðar reið læknirinn úr hlaöinu. Hermundur gekk suður hlíð til að vitja sauða tengdaföð- ur síns. — „Jæja,“ tautaði hann við sjálfan sig, ,,ég held að það hafi þó farið svo, að málið hafi orðið mér heldur til sóma. eftir allt saman.“--------- Unga fólk! Þessi saga gerðist á þeim góðu gömlu tímum, — fyrir heimsstyrjöldina, fyrir flóttann úr sveitunum, glundroðann og upp- lausnina, hernám og „ástand“. — Það voru rólegir, blessaöir tímar, segja þeir, sem nú eru að eldast. Og þegar þið eruð sjálf farin að eldast, þá hugsið þið með trega og söknuði til þeirra blessuðu tíma, sem við nú lifum á.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.