Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 52

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 52
194 DVÖL anna. Slíkan frið, slíka unaðs- sæld hafði barnsfæðing í íör með sér. Prestinum fannst að visu full- nærri vesalings stúlkunni höggv- ið með þessu. Én hann varð að finna lykilinn að hjarta hennar. ,Hún var vön að vera nærri því hreyfingarlaus, þegar hann var inni hjá henni, nú sat hún á hækj- um sér, reri ákaft í gráðið og lyfti öðru hverju höndunum, eins og hún vildi hrinda honum frá sér. Að síðustu lokaði hún augunum og lét bugast. Þá tók hann brúð- una upp úr vasanum, lagði hnaa í keltu hennar og fór. Páll Rytter var margfróður og þaullesinn í fornum fræðum. En hann gerði sér þó alveg sérstakt far um að öðlast þá lifandi mann- þekkingu, sem ekki verður ausið úr dauðum bókum. Það var svo- lítið gægigat á hurðinni, og hann langaði að vita, hvort Sesselja væri gædd mannlegum tilfinning- um. Hún sat kyrr og skimaði ögn í kringum sig. Þegar hún þóttist gengin úr skugga um, að enginn væri nálægur, rétti hún úr sér og tók brúðuna á milli handanna, líkast því sem hún væri að lyfta fuglsunga upp úr hreiðri. Hún hélt brúðunni langt frá sér og hampaði henni — það var barnið, sera spriklaði af löngun eftir faðmi móður sinnar. Hún kastaði flóknu hárinu aftur á herðarnar, velti vöngum brosandi og raulaði fyrir munni sér. Svo faðmaði hún brúð- una að sér ög lagði haha við brjóst- ið, Og nú sát hún og reri sér í sífellu, lokaði augunum og laut höfði. Birtan frá stengdum glugg- anum féll beint niður á hana. Þegar presturinn kom aftur næsta dag og vildi tala um Jesú og litlu börnin, fékk hann ekki boðað fagnaðarerindi sitt. Stúlkan greip fram í fyrir honum. Hún þreif í hann, kraup á kné og faðm- aði fætur hans. „Gefðu mér barn — bara einn einasta dag! Lifandi barn! Þú ert mér svo góður. Færðu mér barn! Bara einn klukkutíma. Þá lofa ég að snúa til afturhvarfs. Ég skal gera allt, sem þú vilt. Bara, ef þú færir mér barn!“ Presturinn vildi reisa hana á fætur. Hann vildi tala um fyrir henni. En hún lét sér ekki segjast. Hann varð að leggja árar í bát. Hann var gamall, og hún var ung. Hún bar hann ofurliði með nauði sínu. Hann gat ekki fengið af sér að kalla á fangavörðinn. Hann vildi ekki sjá hana bugaða með hörku. Því að það var manneskjan, sem æpti, ekki dýrið. Það var móðir, sem grátbað í sárustu neyð sinni. Hann stundi upp loforði um upp- fyllingu bónar hennar. Þá sefaðist hún. Gamli presturinn átti þung spor
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.