Dvöl - 01.09.1944, Page 53
DVÖL
195
heim til sín. Hann hafði lofað'
Sesselju Jensdóttur að færa henni
barn, og ef hún missti traust sitt
á honum, mundi veröld Ijóssins
verða jafnlokuð eftirleiðis og hún
var nú. Hin snauðasta betlikerling
mundi verja afsprengi sitt eins og
grimmt dýr, ef einhver reyndi að
fara með það niður i fangaklefa
til konu, sem myrt hafði barnið
sitt. Hann varð að sækja Elísabetu,
litlu, ljóshærðu sonardóttur sína.
Honum óaði við tilhugsuninni, en
hann bað áformi sínu blessunar
guðs.
Síðla dags kom presturinn ak-
andi í lystikerru sinni að Bygg-
hólmsporti. Hann tók Elísabetu
ofan úr kerrunni og bar hana nið-
ur i hundasmuguna. í fyrstu var
barnið allkátt. En Þegar prestur-
inn lét hana niður á gólfið, fór
hún að kjökra.
Sesselja hafði snurfusað sig sem
bezt hún gat, greitt sér og dustað
öhreinan hálminn af kjólnum sín-
um. Hún sat á hækjum sér og
öreiddi út faðminn á móti Elísa-
öetu.
>,Hjartagullið mitt, hjartagullið
luitt,“ hvíslaði hún biðjandi rómi.
„Þú mátt ekki vera hrædd,“ sagði
Presturinn þurrlega,
En Elísabet var hrædd og hafði
ekka. Þá losaði Sesselja frá sér
kjólinn, og bústin brjóstin komu
1 ijós. Hún beygði sig yfir barnið,
sem greindi varman eiminn af
móðurmjólkinni í vitum sér.
„Hjartagullið mitt, hjartagullið
mitt!“
Elísabet hafði verið á brjósti í
sextán mánuði, Hún lagði á auga-
bragði tárvott andlitið að hlýju
brjóstinu og saug það. Sesselja sat
á óhrjálegu hálmfletinu með hreint
barnið i fanginu, gaf sig líðandi
stund á vald, reri sér í sífellu og
raulaði fyrir munni sér. Um síðir
varð það að ástúðlegum geðshrær-
ingarorðum ....
Rökkur hallandi dags lagðist á
gluggann. Myrkrið hjúpaði Sesselju.
Aðeins hvítt brjóstið sást greini-
lega. Hún sat með barriið og laut
yfir það. Fæturnir voru alveg að
svíkja prestinn.
„Þá er ég búinn að efna loforð
mitt,“ mælti hann, „og nú er röð-
in komin að þér. Ég kem aftur á
morgun. Það er síðasti dagurinn
þinn.“
Sesselja lét barnið af hendi við
hann. Hún skreiddist inn í dimma
skotið, eins og hún vildi þegar í
stað flýja á náðir hinnar myrku
moldar.
Síðasti dagurinn, sem Sesselju
var ætlaður, átti líka að vera aft-
urhvarfsdagur hennar. Presturinn
kom tímanlega. Hann hugsaði
naumast um annað en aumingja
stúlkuna. Það var engu líkara en
sálarheill hennar væri í nánum
tengslum við sálarheill hans sjálfs.