Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 54

Dvöl - 01.09.1944, Blaðsíða 54
196 DVÖL Og nú hafSi hann loksins fundið veginn -að hjarta hennar. Sesselja lá í nákvæmlega sömu stellingu og þegar presturinn skildi við hana kvöldið áður. Hún hafði ekki snert matinn sinn. „Rístu á fætur,“ sagði hann blíð- lega, „og bú þig hinum hvíta kyrtli trúarinnar. Lausnarinn kallar á þig.“ Sesselja stóð upp föl og þreytu- leg. Hún riðaði á fótunum og varð að styðja sig við rakan steinvegg- inn. „Ég vil fegin snúa til aftur- hvarfs," sagði hún andstutt. „En ég vil ekki deyja. Ég vil eignast barn aftur. Ég skai sannarleg'a vera góð við það. Ég skal ekki kyrkja það. Ég vissi ekki hvað ég var að gera. Það var kvölinni og blygðuninni að kenna. Ég vil ekki deyja. Ég vil eignast barn aftur! „Það er of seint. Stundaglas þitt er á þrotum. Þú hefur skamman frest til afturhvarfs þíns. Vertu nú sanngjörn, Sesselja.“ En Sesselja var og hélt áfram að vera ósanngjörn. Presturinn komst ekki að með meira. Hún lét engan bilbug á sér finna. Hún féll til fóta honum og kyssti skó hans, jafnframt því að hún lofaði að gera iðran og grátbað um barn. En framar öllu bað hún um líf sitt, eins og það væri í veikri hendi prestsins. Hún horfði á hann með dauðans angist í stórum kálfsaug- unum. Hún fálmaði upp eftir hempunni hans og fór óstyrkum höndum um kinnarnar á honum, eins og barn, sem sárbiður móö- ur sína. Hvað átti gamli maðurinn að gera? Hann réð ekkert við ofsann í henni. Hann skildi, að barnið við brjóst Sesselju hafði orkað meir á lífsþrá hennar en aftur- hvarfsviljann. Og ábyrgðin lagð- ist þungt á hann. Hann hefði aldrei átt að láta undan henni. Hann hefði átt að beita hörku. Nú var það um seinan. „Þú mátt ekki drepa mig. Þú hefur verið góður við mig. Þú færðir mér barn. Lofaðu mér að lifa! Þá skal ég iðrast eins mikið og þér þóknast!" Presturinn gat ekki hrist hana af sér. Hann vildi það ekki held- ur. Vandi hennar var orðinn vandi hans. En hvernig átti hann að bjarga lífi hennar? Það var löngu búið að staðfesta dóminn. „Það er ævaforn regla, að böð- ullinn megi frelsa eina stúlku frá höggstokknum með því að ganga að eiga hana,“ sagði hann hikandi, „og ég gæti trúað, að hún væri í gildi ennþá.“ Hendurnar á Sesselju féllu mátt- lausar niður. Hún sefaðist. „Hans böðull er búinn að útjaska tveimur konum og svipast nú eft- ir þeirri þriðju. Ekki mun hann geta fengið hverja, sem er. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.