Dvöl - 01.09.1944, Side 55

Dvöl - 01.09.1944, Side 55
dvöl 197 er annars atorkumaður og ekki verri en gengur og gerist. Vist er líka starfi hans löglegur. Hann fær kaup sitt hjá sjálfum kónginum." „Ég ætla að fara vel að honum.“ „Það held ég, að þú ættir ekki að gera. Hann hefur séð of marg- ar konur gráta til þess, að það hafi nokkur áhrif á hann. Þú skalt bara halda þér eins vel til og þú getur á morgun. Svo skal ég tala máli þínu strax í dag.“ Nú var Sesselja eftirlát. Hún kyssti hönd prestsins og varð auð- mýktin sjálf. Hún fór í öllu að vilja hans. Hún grét yfir þeirri miklu synd, sem hún hafði drýgt og bað guð um fyrirgefningu og meðtók heilaga kvöldmáltíð. Það var ennþá bjart, þegar böð- ullinn kom spígsporandi út að Bygghólmi í sínu bezta skarti með silfurbúinn staf við hönd. Hann vildi virða Sesselju fyrir sér, án Þess hún yrði þess vör. Og til þess var gægigatið sjálfkjörið. Hann stóð við það þungt hugsandi góða stund. Svo yppti hann öxlum og klóraði sér í hnakkanum með silf- urhandfanginu á stafnum. „Hvernig lízt herranum á meyj- uha?“ spurði fangavörðurinn full- Ur öfundar. „Óneitanlega hef ég sára þörf íyrir kvenmann, en ekki af þessu taginu! Ég fæ átta ríkisdali fyrir að stýfa af henni höíuðið, og fyrir Þá get ég keypt mér ný, góð klæði.“ Böðullinn var flestum mönnum skartgjarnari. Það varð hann líka að vera til þess að hressa upp á álit almennings á sér. Nú hefði fangaverðinum verið í lófa lagið að launa Sesselju lamb- ið gráa með því að flytja henni kveðju böðulsins. En hann lét það ógert. Hann var ekki neitt illmenni. „Hún skal fá að sofa í góðri trú seinustu nóttina sína,“ hugsaði hann. „Já, hún skal svei mér fá fang af hreinum hálmi til að hvíla á.“ í rjóðri einu í Norðurskógi var lyngivaxinn hóll. Hann var notað- ur fyrir aftökustað og var rétt mátulega hár til þess, að þeir, sem stóðu í kring, sáu greinilega, hvernig athöfnin fór fram. Það var kominn eigi lítill hópur manna, bæði ríðandi og gangandi, daginn sem Sesselja Jensdóttir átti að teygja úr hálsinum. Það var kaupstaðarfólk frá Hrossnesi og sveitafólk, sumt mílur vegar að komið, flest konur. Og margar þeirra voru með börn sín með sér. Það gat aldrei skaðað að venja börn á að sjá blóð, og það var ekki nema nytsamt að innræta þeim í tæka tíð, hvernig illgerðirnar taka út maklega hegningu í þessu lífi. Það var hráslagalegur haust- morgunn, en fólk hafði klætt sig vel og hafði meðferðis bæði mali og ölkúta til þess að hressa sig

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.