Dvöl - 01.09.1944, Page 62
204
DVOL
„Hvaö gengur nú á?“ spuröi hún með hægö.
„Þaö er gamall maður úti. Komdu strax út.“
„Nú, hvað er honum á höndum?“ Hún leysti af sér svuntuna og greiddi
hárið meö fingrunum.
„Ég veit það ekki. Hann kom gangandi."
Móðir hans strauk niður um kjólinn sinn og gekk út, og Jói kom á
eftir. Gitanó stóð í sömu sporum.
„Nú, nú?“ spurði frú Tiflín.
Gitanó tók ofan gamla svarta hattinn sinn og hélt honúm fyrir sér
með báðum höndum. „Ég er Gitanó, og ég er kominn aftur.“
„Kominn aftur? Aftur hvert?“
Hinn teinrétti líkami Gitanós hallaðist lítið eitt fram. Með hægri
hendinni teiknaði hann hvirfing hæðanna, aflíðandi akrana og fjöllin,
og tók svo aftur um hattinn sinn. „Aftur heim á bæinn minn. Ég fædd-
ist hér, og faðir minn líka.“
„Hér?“ spurði hún. *„Þetta er ekki gamall bær.“
„Nei, þarna,“ sagði hann og benti vestur á hæðina. „Þarna yfir frá,
í húsi sem nú er horfið.“
Loksins skildi hún. „Þú átt við gamla leirhúsið sem nú má heita
hrunið í rúst?“
„Já, frú. Þegar við brugðum búi, var hætt að bera lím á leirinn, og
regnið leysti hann sundur.“
Móðir Jóa þagði stundarkorn, og kynleg heimþrá greip hug hennar,
en hún hratt henni frá sér. „Og hvað viltu nú hingað, Gitanó?“
„Ég ætla að vera hér þangað til ég dey,“ sagði hann lágt.
„En okkur vantar engan vinnumann.“
„Ég get ekki unnið erfiðisvinnu nú orðið, frú. Ég get mjólkaö kýr,
gefið hænsnum, höggvið ögn í eldinn; annað get ég ekki. Ég ætla að
vera hér.“ Hann benti á pokann sem lá við fætur hans. „Þetta er dótið
mitt.“
Hún sneri sér að Jóa. „Skjóztu ofan í hús og sæktu hann pabba þinn.“
Jói þaut af stað og kom aftur með föður sinn og Billa Búkk í eftir-
dragi. Gamli maðurinn stóð í sömu sporum, en nú hvíldist hann. Allur
líkami hans hafði sigið í stellingar eilífrar hvíldar.
„Hvað gengur á?“ spurði Karl Tiflín. „Hverslags læti eru þetta í
Jóa litla?“
Frú Tiflín benti á gamla manninn. „Hann vill fá að vera hér. Hann
vill vinna svolítið og fá að vera hér.“