Dvöl - 01.09.1944, Page 71
dvöl
213
Þetta er mitt land! kalla ég
fagnandi, þetta örláta land, sem
ekki gleymir leirnum né grjótinu,
hvaö þá öðru. Dóttir mín hlær með
blik undir brúnum og fylgir mos-
anum eftir bláum augum svo lengi
sem unnt er. Þetta voru nákvæm-
lega sömu litirnir og þeir, sem
systir mín, jurtalitunarkonan í
öalnum, seyddi og dýfði í hvítum
bandhespum sínum. — Trúir og
fagrir farfar náttúrunnar sjálfrar
— þeir. sömu, sem dóttir mín óf
ár og saumaði margs konar heim-
ilisprýði. Var ekki von að við fögn-
uðum þeim sem bezt við kunnum,
er við mættum þeim óvænt hátt
uppi á Kaldadal?
Skúlaskeið er brátt á enda og
hiosinn færist í aukana á ný. En
hú er liðið á ágústaftaninn og
skuggsælt síðsumarrökkrið hjúpar
ulla liti. Við vitum þó af þeim
með fram öllum veginum og send-
þeim huga'rkveðjur, kinkum
kolli út í húmið eins og til vina,
Sem maður má ekki vera að tefja
hjá, þó feginn vildi.
Svo „hallar norður af.“ í rökkv-
anum tekur að hilla undir grá-
víðirunna og lyngþúfur. Birkiang-
ah berst að vitum neðan úr giljun-
um. Brátt ökum við í gegfaum
skógarrunna, ilmríka og döggsvala.
Við erum komin í útjaðar Húsa-
fellsskógar. Innan skamms munum
við gista hinn góðfræga bæ séra
Snorra.
Aldrei gleymi ég mosanum á
Kaldadal.
Önnur lönd mega eiga mikla
skóga — og svo skuggadjúpa, að
þar þrífast engin blóm. Á íslandi
eru fjallauðnir og hraun svo fag-
urlega þakin mosa, að litur hans
og mýkt vekur innilegan fögnuð
í brjósti. Viða þekur margs konar
lyng jarðarsvörðinn, svo að hvergi
sér i mold. í bollunum angar ilm-
kjarriö, gulur og blágrár víðir tyllir
toppum sínum hér og þar, svo að
yndi er yfir að líta.
Jafnvel hæst uppi á Kaldadal
vaxa örsmáar mosadoppur á stór-
um steinum og líta á vegfarandann
svo skærum augum, að honum
verður heitt um hjartarætur. Þarna
á öræfunum milli hvítra jöklanna
breiðir mosinn víða gilitábreiður
sínar yfir steinótta auðnina, svo
unaðslega, að mannssálin fyllist
bljúgri aðdáun og undrunarríkum
gleðiklökkva.