Dvöl - 01.07.1945, Page 111

Dvöl - 01.07.1945, Page 111
D VÖL 253 bezt getur orðið, og þó að víða hljóti að hafa verið vandþýtt, þá er samfelldur blær yfir bókinni. Er þaö því merkilegra sem vitanlegt er, að hún hefur ekki verið þýdd úr frummálinu, heldur úr sænsku. Andrés Kristjánsson, sem hefur innt af hendi íslenzku þýðinguna, virðist hafa til að bera allnæma tilfinningu fyrir máli og stíl. Síðasti víkingurinn, hin heims- fræga saga Johans Bojers og hans mesta skáldverk, hefur verið gefin út á íslenzku, og er það Steindór Sigurðsson skáld, sem þýtt hefur. Sagan segir frá lífi fiskimanna við Lófót í Noregi, á síðustu árum þeirra skipa, sem einungis voru knúin mannsafli eða vindi. í þess- ari sögu eru ágætar atburðalýsing- ar, lífi sjómanna á sjó og á landi lýst af þekkingu og snilli, enda reri Johan Bojer við Lófót, þegar hann var unglingur. Þá eru og þarna sérlega góðar mannlýsingar, enda hefur þessi saga farið sigurför um Evrópu og Ameríku, selzt geipi- mikið og hlotið ómengað lof margra hinna helztu ritdómara. Steindór Sigurðsson á þakkir skild- ar fyrir þýðinguna, því þó að hér og þar séu á henni lýti, þá er málið yfirleitt þróttmikið og lifandi — stíllinn ríkur af blæbrigðum og felldur vel að efni. Aftan við bók- ina er grein um Bojer eftir þýð- andann, að sumu fróðleg og víða allvel skrifuð, en dálítið ýkju- kennd á köflum og ekki laust við, að þar kenni nokkurrar vanþekk- ingar á sumu því, sem að er vikið. En hún er hressileg og ber ljós- an vott um persónuleik þess, sem hefur skrifað hana Maður er nefndur Peter Tuteín. Hann er danskur og hefur skrifað nokkrar bækur. Þær þrjár þeirra, sem ég þekki, gerast á Norðurhöf- um og á Grænlandi. Tvær af þeim eru skáldsögur, en ein, Fangst- mœnd, er frásögn af selveiðum í Hvítahafinu. Hún er þeirra bezt skrifuð. Tutein fékk að fara á veið- ar á norsku skipi, og þó að hann skýri frá eins og þarna sé hvert orð satt, þá gæti bókin eins vel verið skáldsaga, sögð í fyrstu per- sónu, enda er hún ekki sneydd bók- menntalegu gildi, margar lýsingar skýrar og lífrænar, allgreinileg drög að persónulýsingum og frá- sögnin fjörleg. Bókin er og fróðleg um líf selveiðimanna, afrek þeirra og aðbúnað, þrek þeirra og hrjúf- an manndóm. Má því telja, að það hafi verið fyllilega réttmætt að þýða hana á íslenzku og gefa hana út. í íslenzku þýðingunni heitir hún Sjómenn, en hefði átt að heita Veiðimenn, Selveiði í Norðurhöfum — eða eitthvað, sem eins og norska nafnið gefur í skyn, að þarna sé hvorki um að ræða farmenn né fiskiménn. Þýðandinn er Hannes Sigfússon. Hann skrifar oft lipurt mál, en hefur bæði skort þekkingu á móðurmáli sínu og dönskunni til þess að geta leyst verk sitt svo
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.