Dvöl - 01.07.1945, Page 111
D VÖL
253
bezt getur orðið, og þó að víða
hljóti að hafa verið vandþýtt, þá
er samfelldur blær yfir bókinni. Er
þaö því merkilegra sem vitanlegt
er, að hún hefur ekki verið þýdd
úr frummálinu, heldur úr sænsku.
Andrés Kristjánsson, sem hefur
innt af hendi íslenzku þýðinguna,
virðist hafa til að bera allnæma
tilfinningu fyrir máli og stíl.
Síðasti víkingurinn, hin heims-
fræga saga Johans Bojers og hans
mesta skáldverk, hefur verið gefin
út á íslenzku, og er það Steindór
Sigurðsson skáld, sem þýtt hefur.
Sagan segir frá lífi fiskimanna við
Lófót í Noregi, á síðustu árum
þeirra skipa, sem einungis voru
knúin mannsafli eða vindi. í þess-
ari sögu eru ágætar atburðalýsing-
ar, lífi sjómanna á sjó og á landi
lýst af þekkingu og snilli, enda reri
Johan Bojer við Lófót, þegar hann
var unglingur. Þá eru og þarna
sérlega góðar mannlýsingar, enda
hefur þessi saga farið sigurför um
Evrópu og Ameríku, selzt geipi-
mikið og hlotið ómengað lof
margra hinna helztu ritdómara.
Steindór Sigurðsson á þakkir skild-
ar fyrir þýðinguna, því þó að hér
og þar séu á henni lýti, þá er málið
yfirleitt þróttmikið og lifandi —
stíllinn ríkur af blæbrigðum og
felldur vel að efni. Aftan við bók-
ina er grein um Bojer eftir þýð-
andann, að sumu fróðleg og víða
allvel skrifuð, en dálítið ýkju-
kennd á köflum og ekki laust við,
að þar kenni nokkurrar vanþekk-
ingar á sumu því, sem að er vikið.
En hún er hressileg og ber ljós-
an vott um persónuleik þess, sem
hefur skrifað hana
Maður er nefndur Peter Tuteín.
Hann er danskur og hefur skrifað
nokkrar bækur. Þær þrjár þeirra,
sem ég þekki, gerast á Norðurhöf-
um og á Grænlandi. Tvær af þeim
eru skáldsögur, en ein, Fangst-
mœnd, er frásögn af selveiðum í
Hvítahafinu. Hún er þeirra bezt
skrifuð. Tutein fékk að fara á veið-
ar á norsku skipi, og þó að hann
skýri frá eins og þarna sé hvert
orð satt, þá gæti bókin eins vel
verið skáldsaga, sögð í fyrstu per-
sónu, enda er hún ekki sneydd bók-
menntalegu gildi, margar lýsingar
skýrar og lífrænar, allgreinileg
drög að persónulýsingum og frá-
sögnin fjörleg. Bókin er og fróðleg
um líf selveiðimanna, afrek þeirra
og aðbúnað, þrek þeirra og hrjúf-
an manndóm. Má því telja, að það
hafi verið fyllilega réttmætt að
þýða hana á íslenzku og gefa hana
út. í íslenzku þýðingunni heitir
hún Sjómenn, en hefði átt að heita
Veiðimenn, Selveiði í Norðurhöfum
— eða eitthvað, sem eins og norska
nafnið gefur í skyn, að þarna sé
hvorki um að ræða farmenn né
fiskiménn. Þýðandinn er Hannes
Sigfússon. Hann skrifar oft lipurt
mál, en hefur bæði skort þekkingu
á móðurmáli sínu og dönskunni til
þess að geta leyst verk sitt svo