Dvöl - 01.07.1945, Síða 121

Dvöl - 01.07.1945, Síða 121
DVÖL 263 ins. Eru þarna allmargar fagrar og list- rœnar dráttmyndir, sem gleðja augað góðri sýn. Bólcin er öll hin vandaðasta að útgáfu, og eiga báðir aðilar er að henni standa, skildar fyrir hana þakkir og sóma. Nú er víst óhætt að segja: Þetta er jólabókin. A. K. Þúsund og ein nótt, I—III, arab- iskar sögur. Steingrímur Thor- steinsson þýddi. 3. útgáfa. Bóka- útgáfan Reykholt, Reykjavík 1943—45. í bókmenntum Múhameðstrúarmanna eru það einkum tvö öndvegisverk, sem mestri útbreiðslu hafa náð um hinn menntaða heim. En það er Kóraninn og Þúsund og ein nótt. Bæði þessi verk eru hvort á sínu sviði öndvegisverk þess skáld- skapar, er blómgaöist hjá Aröbum og Persum frá því á 6. öld og fram á þá 13. Kóraninn er merkasta rit Múhameðs- trúarmanna, og þó það megi skoöast sem biblía þeirra er það samt fullt af skáld- legu hugmyndaflugi og andagift, ekki síð- ur en Þúsund og ein nótt. Það er eftirtektarvert, að í Kóraninum er bannað að segja almúganum ævintýr. En bann þetta hefur samt ekki borið mik- inn árangur, eins og sjá má af Þúsund og einni nótt. Skáldskapur Múhameðs- trúarmanna er ekki með öllu ólikur gull- aldarbókmenntum okkar íslendinga, að því leyti, að þar eru líkingar í hávegum hafðar og mikið notaðar. T. d. minnast persnesk skáld varla nokkurn tíma á kvenlega fegurð og yndisþokka, án þess að nefna ekki um leið næturgala, eða einhvern gimstein. Kóraninn er eins og áður er sagt merk- ast af ritum Múhameðstrúarmanna og er heilsteypt og glögg lýsing af trúarlífi þeirra. Aftur á móti eru í sögum Þúsund og einnar nætur ágætar lýsingar á heim- ilislífi Araba eins og þaö var og er jafnvel enn þann dag í dag sums staðar. Hinu blómlega bókmenntatímabili Araba og Persa lýkur með skráningu sagnanna í Þúsund og einni nótt. Ekki verður það með neinni vissu sagt hver skráð hefur sögurnar, enda ólíklegt talið að það hafi gert nokkur einn maður. Hins vggar er það talið nokkurn veginn vist, að þær voru skráðar í Egyptalandi snemma á 13. öld. Um uppruna sagnanna er það vitað, að þær hafa lengi verið að myndast meðal ýmsra þjóða, aðallega við Miðjarðarhaf austanvert fyrst og fremst þó meðal Araba, Persa og þeirra þjóða, er þeir brutu undir sig. Sögurnar í Þúsund og einni nótt eru hvort tveggja í senn göfgandi og heill- andi lestur. Þar kemur fram hatur og fyrirlitning á harðstjórn og kúgun. Frá- sögnin er látlaus og einföld, en þó eru sögurnar skemmtilegar aflestrar og spenn- andi. Þeir, sem lesið hafa Þúsund og eina nótt. undrast ekki þann mikla frama, er sögurnar hafa hlotið hjá öllum þjóðum, er þeim hafa kynnzt, enda má óhætt segja, að Þúsund og ein nótt sé með vin- sælustu bókum heims. Þaö er bók, sem allt.af er lesin jafnt á öllum öldum. Það var mikið happ fyrir islenzka bóka- vini, að Steingrímur Thorsteinsson skáld skyldi ráðast í það á. námsárum sínum í Kaupmannahöfn og þýða Þúsund og eina nótt á íslenzku, því óvíst er, að það hefði veriö meðfæri annarra að gera það betur og fráleitt er að nokkur þýðandi nú, að þeim mörgum ólöstuðum, gæti búið þess- ar perlur í slíkan snilldarbúning á ís- lenzku og Steingrímur hefur gert. Pyrst kom Þúsund og ein nótt' út á íslenzku i Káupmannahöfn 1857—64 á kostnaö Páls Sveinssonar. Þýðingin var eftir Steingrím Thorsteinsson, eins og áður er sagt. Önnur útgáfa kom út í Reykjavík á árunum 1910—14.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.