Dvöl - 01.01.1946, Page 3
OvöL
mars 1946 . 14. árgangur .1. heftí
Dauðinn var á næsta leiti,
en þeim fannst báðum, sem þau væru á
heimleið til framtíðar sinnar.
Félagar
Eftir Maria Remarpue
Ég kom úr móttökuherbergi yfirlæknisins. Köster beið mín í skálan-
um. Við gengum út og settumst á bekk undir framhlið hússins.
— Ástandið er illt, sagði ég. Lakara en ég hafði búizt við. Yfirlæknir-
inn gerði mér það ljóst, þrátt fyrir öll „en“ og „ef“. Niðurstaðan varð:
versnandi horfur. En hann heldur því fram, að horfurnar hafi batnað.
— Ég skil þetta ekki.
— Hann heldur því fram, að útséð væri fyrir löngu um alla von, ef
hún hefði verið kyrr heima. En hér hefur gangurinn orðið hægari. Og
það er það, sem hann kallar bata.
— Hann hefur þá von?
— Læknir hefur alltaf von, Ottó. Það heyrir til starfi hans. En sjálfur
hef ég mjög veika von. Ég spurði hann, hvort þeir hefðu reynt blástur,
en hann sagði, að það sund væri lokað. Nú væru bæði lungun orðin sýkt.
Þetta er bölvað ástand, Ottó.
— Hvað sagði hann annars? spurði Köster.
— Hann útskýrði fyrir mér,
hvernig sjúkdómurinn hefði hegð-
að sér. Hann væri búinn að hafa
undir höndum marga sjúklinga á
sama aldri. Það eru afleiðingar
stríðsins. — Næringarskortur á
þroskaskeiðinu. En hvað stoðar
það mig? Hún verður að komast