Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 4
2
DVÖL
til heilsu. Auðvitað sagði hann mér, að hann hefði oft orðið vottur
að kraftaverki. Einmitt þessum sjúkdómi væri stundum svo háttað
að hann stöðvaðist, lokun og afturbati kæmi jafnvel, þegar verst sýndist
gegna.. En ég trúi ekki á kraftaverk.
Köster svaraði engu. Við sátum þögulir hlið við hlið. Hvað áttum við
lika að segja Við áttum báðir of margvíslega reynslu að baki til þess,
að okkur væri nokkur leið að freista huggunar.
— Hún má ekki verða neins vör, sagði Köster loks.
— Nei, skiljanlega, svaraði ég. Við sátum hreyfingarlausir, þangað til
Patt kom. Ég hugsaði ekki neitt, var ekki einu sinni örvæntingarfullur,
aðeins sljór, grár, lífvana.
— Halló! Patt kom veifandi til okkar. Hún var ögn reikul í spori og
hló. Ég er dálítið ölvuð. Af sólskininu. Alltaf þegar ég tek mér sólbað,
vagga ég svona eins og gamall sjóari.
Ég horfði á hana og skipti um skoðun í einu vetfangi, trúði ekki lengur
á lækninn, heldur kraftaverkið. Þarna stóð hún. Hún lifði. Hún stóð
þarna og hló — allt annað vék á brott.
— Hvaða upplit er á ykkur? spurði hún.
— Borgarupplit, svaraði Köster, sem alls ekki á við hér. Við erum
ekki orðnir sólaðir ennþá.
Hún hló.
— Það er sæludagurinn minn í dag. Enginn hiti. Ég má vera úti.
Eigum við að labba til þorpsins og fá okkur einn lystaukandi?
Köster stakk upp á, að við færum akandi á sleða þangað niður eftir.
Við veifuðum á ökuþór og fórum eftir skástígunum, sem lágu til þorps-
ins. Við staðnæmdumst fyrir framan gildaskála með sólríkum hjalla og
stigum af sleðanum. Þar sat fjöldi fólks, og meðal þess kannaðist ég
við nokkur andlit frá hælinu. ítalinn úr barnum var þar einnig. Hann
nefndist Antoníó og kom að borðinu okkar til þess að heilsa upp á Patt.
Hann sagði okkur frá því, að nokkrir gárungar hefði í nótt hjólað rúmi
sofandi sjúklings inn í stofu ævagamallar kennslukonu. Sá var orðinn
heilbrigður og átti að fara eftir nokkra daga. Þá er föst venja að gera
svona sprell, sagði Antoníó.
— Á þennan hátt fsér það útrás, sem eftir er af hálfkæringnum, ljúf-
lingur, bætti Patt við.
— Já hér verður maður aftur barn, sagði Antoníó.
Heilbrigður, hugsaði ég. Sá heilbrigði, sem fer aftur. Hvað viltu helzt
drekka, Patt?
— Einn martíní. Einn ómengaðan martíni.