Dvöl - 01.01.1946, Síða 8

Dvöl - 01.01.1946, Síða 8
6 DVÖL ég, ekkert þetta hérna, engin veruleiki. Það er ekki annað en leiksvið, þar sem dauða-þáttur er leikinn. Að deyja, það er þó hræðileg alvara. Ég hefði viljað ganga á eftir unga fólkinu, klappa því á öxlina og segja: Ekki satt, hér er aðeins um stofudauða að ræða og þið einungis ofur- litlir, kátir áhugaleikendur í dauða-sjónarspilinu. Þannig geta menn ekki dáið: með hitaslæðing og brjóstþyngsli — nei, skot og sár skulu þar koma til, svo bezt ég veit..... — Eruð þér líka veikur? spurði ég Antoníó. — Auðvitað, svaraði hann brosandi. Köster kom aftur. — Ég verð að fara af stað, Robby, sagði hann. Loftvogin hefur fallið, og það snjóar að líkindum í nótt. Þá kemst ég ekki héðan á morgun. í kvöld er enn tækifæri. — Jæja. Þá borðum við saman fyrst. — Já, ég fer strax að búa mig til ferðar. Við tókum saman föggur hans og bárum þær niður í vagnskýlið. Svo fórum við aftur og sóttum Patt. Ef eitthvað kemur fyrir, þá skaltu hringja, sagði Ottó. — Þakka. — Peninga færðu eftir nokkra daga. Nægilega fyrst um sinn. Gerðu allt, sem þörf krefur. — Já, Ottó. Ég hikaði. Við eigum tvö morfínsglös heima. Gætirðu ekki sent mér þau? — Hvað ætlarðu að gera við þau? spurði hann og horfði á mig. — Ég veit, sjáðu til, ekki, hvað fyrir kann að koma hér. Kannske verður engin þörf fyrir það. Ég hef vitaskuld von, þrátt fyrir allt, en ég gæti ekki vitað hana þjást, Ottó. Aðeins liggja hér — og eiga ekkert eftir nema þjáningu. Kannske er líka gefið morfín hérna, en það væri róandi fyrir mig að vita mig geta orðið að liði. — Einungis þess vegna, Robby? spurði Köster. — Já, fortakslaust, Ottó. Annars mundi ég ekki segja það við þig. Hann kinkaði kolli. — Við erum nú orðnir aðeins tveir eftir, sagði hann með hægð. Við gengum inn í skálann, og ég sótti Patt. Síðan átum við í skyndi, því að loftið gerðist þungbúið. Köster ók vagninum út að aðalhliðinu. — Vertu sæll, Robby! Sjáumst síðar, Patt! sagði hann og rétti henni höndina. í vor kem ég og sæki ykkur. •— Vertu sæll, Köster! Patt hélt þétt í höndina á honum. Það gleður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.