Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 9
i>völ 7 mig svo, að ég skyldi fá. að sjá ykkur aftur. Skilaðu kærri kveðju minni til Gottfreds Lenz. — Já, svaraði Köster. Hún hélt áfram í höndina á honum. Varir hennar titruðu. Allt í einu steig hún fram eitt skref og kyssti hann. — Vertu- sæll, sagði hún með grátstafinn í kverkunum. Ljós roði færðist yfir andlit Kösters. Hann vildi segja eitthvað meira, en hann sneri sér við, steig inn í vagninn, sem fór af stað, eins og í tilhlaupi eftir skásneiddum veginum .... Patt stóð álút og hlustaði, meðan hægt var að greina hljóðið frá vélinni. Svo sneri hún sér að mér. — Nú er seinasta skipið siglt, Robby. — Það næstseinasta, svaraði ég. Og veiztu, hvað ég hef hugsað mér að gera? Ég ætla að leita mér að öðru bólverki. Stofan í útbúinu hentar mér ekki alls kostar. Mér er óskiljanlegt, hvers vegna við ættum ekki að geta verið saman. Ætla að reyna að fá stofu í nánd við þig. Hún brosti. — Óhugsanlegt. Það tekst ekki. Hvernig ættirðu að geta það? — Verðurðu glöð, ef ég útvega það? — En sú spurning! Það væri dýrlegt, elsku vinur. Nærri því eins og hjá mútter Zalewsky. — Gott, lofaðu mér þá að leita hófanna í hálftíma. — Já-já, ég tefli þá við Antoníó á meðan. Það hef ég lært hérna. Ég fór til skrifstofunnar og skýrði frá því, að ég yrði hér til langdvala og óskaði eftir herbergi á sömu hæð og Patt. Ég skírskotaði til yfir- læknisins, sem gaf mér leyfið umyrðalaust. Ég samdi um það allt við skrifstofustúlkuna, bað vökumanninn að flytja föggur mínar og útvega mér eitthvað að drekka. Að svo búnu gekk ég fram í skálann til Patt. — Hefurðu komið því í kring? spurði hún. — Ekki ennþá, en við sjáum hvað setur eftir tvo, þrjá daga. — Það var ljótan. Hún sópaði saman taflmönnunum og reis á fætur. — Hvað eigum við nú að gera spurði ég. Fara í barinn? — Við spilum oft á spil á kvöldin, sagði Antoníó. Það verður heitt, eftir útlitinu að dæma. Þá eru spilin bezt. — Spilin? Patt? spurði ég forviða. Hvað kannt þú að spila, Patt? Svartapétur og lönguvitlausu. Ha? — Póker, ljúfurinn, yfirlýsti Patt. Ég hló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.