Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 9
i>völ
7
mig svo, að ég skyldi fá. að sjá ykkur aftur. Skilaðu kærri kveðju minni
til Gottfreds Lenz.
— Já, svaraði Köster. Hún hélt áfram í höndina á honum. Varir
hennar titruðu. Allt í einu steig hún fram eitt skref og kyssti hann.
— Vertu- sæll, sagði hún með grátstafinn í kverkunum.
Ljós roði færðist yfir andlit Kösters. Hann vildi segja eitthvað meira,
en hann sneri sér við, steig inn í vagninn, sem fór af stað, eins og í
tilhlaupi eftir skásneiddum veginum ....
Patt stóð álút og hlustaði, meðan hægt var að greina hljóðið frá
vélinni. Svo sneri hún sér að mér.
— Nú er seinasta skipið siglt, Robby.
— Það næstseinasta, svaraði ég. Og veiztu, hvað ég hef hugsað mér
að gera? Ég ætla að leita mér að öðru bólverki. Stofan í útbúinu hentar
mér ekki alls kostar. Mér er óskiljanlegt, hvers vegna við ættum ekki
að geta verið saman. Ætla að reyna að fá stofu í nánd við þig.
Hún brosti.
— Óhugsanlegt. Það tekst ekki. Hvernig ættirðu að geta það?
— Verðurðu glöð, ef ég útvega það?
— En sú spurning! Það væri dýrlegt, elsku vinur. Nærri því eins og
hjá mútter Zalewsky.
— Gott, lofaðu mér þá að leita hófanna í hálftíma.
— Já-já, ég tefli þá við Antoníó á meðan. Það hef ég lært hérna.
Ég fór til skrifstofunnar og skýrði frá því, að ég yrði hér til langdvala
og óskaði eftir herbergi á sömu hæð og Patt. Ég skírskotaði til yfir-
læknisins, sem gaf mér leyfið umyrðalaust. Ég samdi um það allt við
skrifstofustúlkuna, bað vökumanninn að flytja föggur mínar og útvega
mér eitthvað að drekka. Að svo búnu gekk ég fram í skálann til Patt.
— Hefurðu komið því í kring? spurði hún.
— Ekki ennþá, en við sjáum hvað setur eftir tvo, þrjá daga.
— Það var ljótan. Hún sópaði saman taflmönnunum og reis á fætur.
— Hvað eigum við nú að gera spurði ég. Fara í barinn?
— Við spilum oft á spil á kvöldin, sagði Antoníó. Það verður heitt,
eftir útlitinu að dæma. Þá eru spilin bezt.
— Spilin? Patt? spurði ég forviða. Hvað kannt þú að spila, Patt?
Svartapétur og lönguvitlausu. Ha?
— Póker, ljúfurinn, yfirlýsti Patt.
Ég hló.