Dvöl - 01.01.1946, Síða 15
DVÖL
13
um skrokkinn fyrst, og hann var
þrír sentimetrar, fálmararnir hins
vegar, sem sveigðust í stórum bog-
um upp og aftur, voru akkúrat
helmingi lengri. Höfuð pöddunnar
var mjög stórt og í laginu eins og
jafnhliða þríhyrningur, þar sem
einu horninu er snúið beint niður,
augun útstæð og glitrandi, þó hún
væri dauð. Hún var svört á lit og
hafði sex öflugar lappir, með tvær
klær á hverri löpp.
„Hvar fannstu þetta?“ spurði ég,
þegar bráðabirgðarannsókn þess-
ari var lokið, „hvar í ósköpunum
grefur þú upp svona ófreskju?"
Hann benti á mótorinn. „Þarna,“
svaraði hann. „Hún lá á stöplin-
um, sem mótorinn stendur á, en
það er svolítil ammoníakdeigla á
honum og þar hefur hún álpazt
út í, og það hefur riðið henni að
fullu.“
,Hún er af bjölluættinni, það
bregzt mér ekki,“ sagði ég og virti
fyrir mér líkið. „Vængjalaus, sex-
fætt. Og hvert þó í heitasta er að
sjá á henni kjaftinn, — alveg eins
og naglbítur, og eiturbroddur og
hvað eina. Þetta held ég að sé nú
ljóti morðinginn í ríki skordýr-
anna. Ég hugsa jafnvel, að hún
geti orðið fullhættuleg fuglum, ef
ekki enn stærri dýrum.“
„Til dæmis mönnum “ spurði
hann.
„Já, þú mátt reiða þig á, að hún
vílaði ekki fyrir sér að ráðast á
menn, ef svo bæri undir. Og það
GUÐMUNDUR DANÍELSSON, er
fæddur 4. okt. 1910 í Guttormshaga í
Rangárvallasýslu. Hann er nú kenn
ari á Eyrarbakka. Guðmundur hefur
verið afkastamikill rithöfundur og
liggur eftir hann fullur tugur bóka.
Pyrstu bók sína „Ég heilsa þér“, gaf
gaf hann út 1933, og var það ljóða-
bók. Síðan hefur hann að mestu helg-
að sig skáldsagnagerð, og hefur ritað
allmargar skáldsögur, og sumar all-
viðamiklar. Má nefna þessar: Ilmur
daganna, Gegnum lystigarðinn, Á
bökkum Bolafljóts, Af jörð ertu kom-
inn, Sandur og Landið handan lands-
ins. Auk þess hefur hann ritað all-
margar smásögur, er birzt hafa í blöð-
um og tímaritum, og eitt smásagna-
safn hefur komið út eftir hann og
nefnist það „Heldri menn á hús-
gangi. — Nokkuð af ljóðum hefur
birzt eftir hann á seinni árum á víð
i og dreif. — Guðmundur dvaldi í
| Ameríku nokkurn hluta síðasta árs.
væri ekki gott að forðast hana, því
hún sefur á daginn, en fyllist blóð-
þorsta með kvöldinu og fer á veið-
ar, þegar svartamyrkur er komið
og enginn sér út úr augunum.“
„Hvernig veiztu þetta?“ spurði
mótoristinn. „Úr því paddan er út-
lend, og þú þekkir hana ekki,
hvernig getur þú þá vitað um hátt-
erni hennar?“
„Sjáðu þessa,“ sagði ég og benti
á fálmarana. „Hvað hefði hún að
gera við þessi ofboðslegu löngu
þreifitæki, ef hún væri ljóssins