Dvöl - 01.01.1946, Side 20

Dvöl - 01.01.1946, Side 20
18 DVÖL snerti, þá væri því til að svara, að í gær hefði fundizt skordýr fyrir austan, einna líkast steingeit, með sex lappir, og tvær klær á hverri löpp, kolsvart að lit, með hleik- rauðan, harðan kvið, og kjaft eins og naglbít. „Hér hef ég það,“ sagði ég og tók upp pakkann og hristi hann upp við hægra eyrað, þangað til ég heyrði að eitthvað skrjáfaði innan í skúffunni. „Og þetta er áreiðan- lega útlend padda,“ hélt ég áfram, „og einna merkilegust fyrir það, að hún hefur þríhyrndan haus og er stundum lifandi og stundum dauð. — Og nú þarf ég að síma til hans Geirs Gígju, skordýrafræð- ings, og biðja hann að athuga kvikindið. Vilt þú sjá það fyrst, Kristinn?" Nei, Kristinn E. Andrésson hélt að betra mundi, að Geir Gígja sæi það fyrst, hins vegar væri mér sím- inn velkominn. „Hérna er skráin.“ Ég fann númerið, spennti upp vísifingurinn og sneri skífunni fjórum sinnum til hægri: — „Halló!“ — Noh, Geir Gígja var þá að tala við einhvern annan þessa stundina, — ég varð að bíða. — Á meðan ég beið, var haldið uppi ákaflega fjörugum samræðum, fyrst um skordýrið, en svo sveigð- ist talið að skáldskap, og þá lenti okkur Steini saman út af ungum höfundi, sem ég vil ekki nafn- greina, en Steinn hélt fram, að væri ekkert skáld og mundi aldrei verða, því að hann hefði látið hjá líða að læra það, sem til þess þyrfti. „í einlægni spurt, Steinn Stein- arr,“ spurði ég, „hvað álítur þú, að ungur maður verði að gera til þess að geta orðið skáld?“ — „Hann verður að læra latínu,“ svaraði Steinn. „Svo verður hann að lesa Hómer í Þýðingu Svein- björns Egilssonar, Faust eftir Goethe, leikrit Shakespeare’s og vísu Hadríans keisara, sem er fer- skeytla.“ „Afsakið," sagði ég, „ég ætla að vita, hvort það er enn á tali.“ Það var ekki lengur á tali hjá Geir Gígju, heldur kom stúlka í símann og sagði að Geir Gígja væri ekki við. „Ha, hvað segið þér, — er hann ekki heima?“ spurði ég, en mér hafði ekki misheyrzt, Geir Gígja

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.