Dvöl - 01.01.1946, Síða 22

Dvöl - 01.01.1946, Síða 22
20 DVÖL legt, það var jafnógerlegt og að losa sig við drýgðan glæp. Til þess að losna við glæpinn, þarf maður að játa hann á sig, til þess að losna við pödduna yrði ég að upp- götva nafn hennar og nefna það. „. .Ekki vænti ég þú heitir Ása?“ hrópaði barnið í brjósti mínu, .... „Ekki vænti ég þú heitir Signý?“ „..Ekki vænti ég þú heitir Gili- trutt?“ í hvert skipti og ég nefndi nýtt nafn, rak paddan upp hlátur: „Hahaha! — Það heiti ég ekki! — Það heiti ég ekki! Gett’ aftur! Gett’ aftur!“ — Daginn eftir hélt ég norður í Skagafjörð og kom að Mælifelli og gisti vin minn, prestinn, í viku. — Ég naut hinnar fullkomnustu gestrisni og sá alla dýrð Skaga- fjarðar og hversu fólkið var gott og blessað í faðmi hins djúpa dals. Aðeins tvisvar minntist ég á það, sem lá í eldspýtnastokki á botni töskunnar minnar. í fyrra sinnið hlustaði vinur minn á mig án þess að gera athugasemd við það sem ég sagði honum, hann hló bara dálítið, en braut síðan upp á nýju umtalsefni. — í seinna sinnið, aftur á móti, greip hann fram í fyrir mér, þegar ég var nýbyrjaður. Hann sagði: „Hvað hefur þú að gera með nöfn á útlendum jötun- uxum? Heldurðu að Dante hafi verið að brjóta heilann um slíkt?“ „Það er satt,“ svaraði ég. „Ég ætti heldur að brjóta heilann um helvíti og kvalirnar eins og Dante.“ Og um leið tók ég eldspýtnastokk- inn, hristi hann ofurlítið upp við hægra eyrað, en kastaði honum síðan aftur ofan í töskuna mína eins kæruleysislega og mér var unnt. — Á leiðinni suður hitti ég konu, sem var reiðubúin til þess að hlusta á lýsingu mína á skordýrinu, og hún hafði þá líka komizt í kynni við undrakvikindi. — „Þetta er lík- ast svörtu rottunni okkar,“ sagði hún. „Hún kom á Ósinn með út- lendu skipi í fyrra og tók sér ból- festu í frystihúsinu. Þar holaði hún innan alla veggi og eyðilagði tíu þúsund skrokka af dilkakjöti. Þeir eru alveg í vandræðum út af þessu, mannagreyin, en reyna að halda öllu leyndu, því þetta yrði hrein- lega til þess að eyðileggja stofnun- ina, ef upp kæmist.“ Ég spurði konuna, hvort svarta rottan á Ósnum væri skordýraætt- ar, eða hvort hún væri bara spen- dýr, eins og venjuleg rotta. — Það vissi konan að vísu ekki, enda eng- inn séð dýrið sjálft til þessa dags, heldur einungis skuggann þess. Ef brugðið var upp ljósi í frysti- húsinu, þá sáust ótal skuggar þjóta eftir gólfinu og hverfa inn í veggjarholurnar. — Svoddan makalaust undrakvikindi var svarta rottan,— „Það getur vel verið, að hún sé eitthvað merkileg. En hún er þó ekki stundum lifandi og stundum dauð, eins og paddan mín,“ sagði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.