Dvöl - 01.01.1946, Page 22

Dvöl - 01.01.1946, Page 22
20 DVÖL legt, það var jafnógerlegt og að losa sig við drýgðan glæp. Til þess að losna við glæpinn, þarf maður að játa hann á sig, til þess að losna við pödduna yrði ég að upp- götva nafn hennar og nefna það. „. .Ekki vænti ég þú heitir Ása?“ hrópaði barnið í brjósti mínu, .... „Ekki vænti ég þú heitir Signý?“ „..Ekki vænti ég þú heitir Gili- trutt?“ í hvert skipti og ég nefndi nýtt nafn, rak paddan upp hlátur: „Hahaha! — Það heiti ég ekki! — Það heiti ég ekki! Gett’ aftur! Gett’ aftur!“ — Daginn eftir hélt ég norður í Skagafjörð og kom að Mælifelli og gisti vin minn, prestinn, í viku. — Ég naut hinnar fullkomnustu gestrisni og sá alla dýrð Skaga- fjarðar og hversu fólkið var gott og blessað í faðmi hins djúpa dals. Aðeins tvisvar minntist ég á það, sem lá í eldspýtnastokki á botni töskunnar minnar. í fyrra sinnið hlustaði vinur minn á mig án þess að gera athugasemd við það sem ég sagði honum, hann hló bara dálítið, en braut síðan upp á nýju umtalsefni. — í seinna sinnið, aftur á móti, greip hann fram í fyrir mér, þegar ég var nýbyrjaður. Hann sagði: „Hvað hefur þú að gera með nöfn á útlendum jötun- uxum? Heldurðu að Dante hafi verið að brjóta heilann um slíkt?“ „Það er satt,“ svaraði ég. „Ég ætti heldur að brjóta heilann um helvíti og kvalirnar eins og Dante.“ Og um leið tók ég eldspýtnastokk- inn, hristi hann ofurlítið upp við hægra eyrað, en kastaði honum síðan aftur ofan í töskuna mína eins kæruleysislega og mér var unnt. — Á leiðinni suður hitti ég konu, sem var reiðubúin til þess að hlusta á lýsingu mína á skordýrinu, og hún hafði þá líka komizt í kynni við undrakvikindi. — „Þetta er lík- ast svörtu rottunni okkar,“ sagði hún. „Hún kom á Ósinn með út- lendu skipi í fyrra og tók sér ból- festu í frystihúsinu. Þar holaði hún innan alla veggi og eyðilagði tíu þúsund skrokka af dilkakjöti. Þeir eru alveg í vandræðum út af þessu, mannagreyin, en reyna að halda öllu leyndu, því þetta yrði hrein- lega til þess að eyðileggja stofnun- ina, ef upp kæmist.“ Ég spurði konuna, hvort svarta rottan á Ósnum væri skordýraætt- ar, eða hvort hún væri bara spen- dýr, eins og venjuleg rotta. — Það vissi konan að vísu ekki, enda eng- inn séð dýrið sjálft til þessa dags, heldur einungis skuggann þess. Ef brugðið var upp ljósi í frysti- húsinu, þá sáust ótal skuggar þjóta eftir gólfinu og hverfa inn í veggjarholurnar. — Svoddan makalaust undrakvikindi var svarta rottan,— „Það getur vel verið, að hún sé eitthvað merkileg. En hún er þó ekki stundum lifandi og stundum dauð, eins og paddan mín,“ sagði

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.