Dvöl - 01.01.1946, Side 23

Dvöl - 01.01.1946, Side 23
DVÖL 21 ég stuttur í spuna, því það var ekki laust við að ég fyndi til afbrýð- isemi. Síðan töluðum við ekki meira saman, því að nú vorum við komin á Ósinn, og hér fór konan úr bílnum. — Það var orðið áliðið kvöldsins, þegar ég kom til borgarinnar. Ég var dálítið þreyttur og sérhver taug í líkama mínum bað um hvíld, og hugsanir mínar voru reikandi og stefnulausar. Ég gekk inn á „Hótel Vík“ og leigði herbergi númer 10. — Nótt! — Ó, sumarnótt! — Hvað þú blandaðir mók mitt og drauma dýrum ilmi,— og hvað þú barst mig langt á brott: — Til Hudson- fljóts og Niagarafossa. — Paddan mín var með mér, En hún var ekki lengur ljót. Aldrei hef ég séð alúð- legri augu en hennar þessa nótt, og vængir höfðu henni vaxið, og gullslit sló á fálmara hennar og höfuð. — „Hví ofsækir þú mig?“ spurði ég hryggur. — „Hver ert þú?“ — Hún sagði ekki neitt. Hún aðeins brosti, og það var meðaumkun í brosi hennar. — En á bökkum Hudsons gat ég enn ekki orða bundizt: „Hver ert þú?“ spurði ég í annað sinn. „Því ég veit að líf mitt liggur við, ef ég ræð ekki þá gátu.“ „Hlýddu á fljótið,“ sagði paddan og benti aftur fyrir sig með gull- gulum fálmurunum báðum. „Ull er hún! Ull er hún!“ heyrð- ist mér öldurnar skvaldra undir bakkanum. „Ertu ull?“ spurði ég. „Á ég þá að kemba þig, spinna þig, vefa úr þér voð, sníða úr þér klæði og slíta þér út. — Hvenær heldurðu að ég verði búinn að því? Hvenær á ég þá að hafa tíma til að yrkja? —“ „Hlýddu á fossinn,“ sagði padd- an. „Hún er klöpp! — Hún er klöpp!“ sögðu Niagarafossarnir undir hömrunum. Ég skildi það svo, sem ég ætti að hola hana i sundur, brjóta hana í smátt og bera hana á sæinn. „Djöfullinn sjálfur! — Ertu þú allt það, sem ég vildi sízt?“ spurði ég í skyndilegri bræði. — „Ert þú torfæran á veginum þangað, sem ég ætla?“ „Ekki er ég hún,“ svaraði padd- an. „Því þú veikst út í hliðarstræti, og fannst mig á vél. — En ef þú vilt, geturðu nefnt mig „Vísu Hadríans keisara, sem er fer- skeytla." „Þú ert þá líka vegur skáldsins til Dísarhallar," sagði ég, — „nema þú ljúgir að mér.“ „Nema að einhver annar hafi logið að þér,“ sagði hún og benti enn aftur fyrir sig með fálmurun- um báðum, og lyfti vængjunum of- urlítið um leið. — Þá sá ég allt í einu, að hún líktist spænskri vind- millu, sem ég hafði einhverju sinni séð í bók. — Ha ha! — Og þó vissi ég, að hún var amerísk. —

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.