Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 23

Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 23
DVÖL 21 ég stuttur í spuna, því það var ekki laust við að ég fyndi til afbrýð- isemi. Síðan töluðum við ekki meira saman, því að nú vorum við komin á Ósinn, og hér fór konan úr bílnum. — Það var orðið áliðið kvöldsins, þegar ég kom til borgarinnar. Ég var dálítið þreyttur og sérhver taug í líkama mínum bað um hvíld, og hugsanir mínar voru reikandi og stefnulausar. Ég gekk inn á „Hótel Vík“ og leigði herbergi númer 10. — Nótt! — Ó, sumarnótt! — Hvað þú blandaðir mók mitt og drauma dýrum ilmi,— og hvað þú barst mig langt á brott: — Til Hudson- fljóts og Niagarafossa. — Paddan mín var með mér, En hún var ekki lengur ljót. Aldrei hef ég séð alúð- legri augu en hennar þessa nótt, og vængir höfðu henni vaxið, og gullslit sló á fálmara hennar og höfuð. — „Hví ofsækir þú mig?“ spurði ég hryggur. — „Hver ert þú?“ — Hún sagði ekki neitt. Hún aðeins brosti, og það var meðaumkun í brosi hennar. — En á bökkum Hudsons gat ég enn ekki orða bundizt: „Hver ert þú?“ spurði ég í annað sinn. „Því ég veit að líf mitt liggur við, ef ég ræð ekki þá gátu.“ „Hlýddu á fljótið,“ sagði paddan og benti aftur fyrir sig með gull- gulum fálmurunum báðum. „Ull er hún! Ull er hún!“ heyrð- ist mér öldurnar skvaldra undir bakkanum. „Ertu ull?“ spurði ég. „Á ég þá að kemba þig, spinna þig, vefa úr þér voð, sníða úr þér klæði og slíta þér út. — Hvenær heldurðu að ég verði búinn að því? Hvenær á ég þá að hafa tíma til að yrkja? —“ „Hlýddu á fossinn,“ sagði padd- an. „Hún er klöpp! — Hún er klöpp!“ sögðu Niagarafossarnir undir hömrunum. Ég skildi það svo, sem ég ætti að hola hana i sundur, brjóta hana í smátt og bera hana á sæinn. „Djöfullinn sjálfur! — Ertu þú allt það, sem ég vildi sízt?“ spurði ég í skyndilegri bræði. — „Ert þú torfæran á veginum þangað, sem ég ætla?“ „Ekki er ég hún,“ svaraði padd- an. „Því þú veikst út í hliðarstræti, og fannst mig á vél. — En ef þú vilt, geturðu nefnt mig „Vísu Hadríans keisara, sem er fer- skeytla." „Þú ert þá líka vegur skáldsins til Dísarhallar," sagði ég, — „nema þú ljúgir að mér.“ „Nema að einhver annar hafi logið að þér,“ sagði hún og benti enn aftur fyrir sig með fálmurun- um báðum, og lyfti vængjunum of- urlítið um leið. — Þá sá ég allt í einu, að hún líktist spænskri vind- millu, sem ég hafði einhverju sinni séð í bók. — Ha ha! — Og þó vissi ég, að hún var amerísk. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.