Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 29
DVÖL
27
Benedikt Gíslason, frá Hofteigi:
Mér varst þú hinn mildi drengur
meðan ég var kát og rjóð.
Þú varst einnig, eins og gengur,
öðrum meyjum vonafengur.
Báru þœr þig í sœlusjóð.
Þú fórst annan veg en vildir,
villtist inn á glapastig.
Við mig svo í váum skildir,
var það kannske eins og gildir
einu, fyrst ég elska þig.
Vildi ég þig verja falli,
vekja hjá þér kraft og þor.
Lyfta þér svo stall af stalli,
standa svo á hæsta fjalli
útsýnis, um œvispor.
Fingur spila forlaganna
furðulega margan brag.
A œvihörpu okkar manna
eiga þeir, sem dœmin sanna,
einrœði, um óð og lag.
Niðri’ i skuggadalnum dvel ég,
dauðans unz ég festi blund.
Minning þinnar ástar el ég,
okkar gleðistundir tel ég
upp, með háum harmi í lund.
Við svo búið verður hlíta,
ven ég mig á gleðibrag.
þó ég verði að sakna og sýta,
og síðan aldrei meir að líta,
glaðan eða góðan dag.
Varð ég' svona i veröldinni
vonaland að kveðja mitt.
Engum jarðar seimi ég sinni
svona er að bera æ í minni.
Bœði lík og lífið þitt.