Dvöl - 01.01.1946, Síða 33

Dvöl - 01.01.1946, Síða 33
DVOL 31 öllu. Það hefur enginn maður heyrt það. En fáein atriði úr lífi mínu gætu kannski fært herrun- um heim sanninn um það, hver ég er. Ég er maðurinn, sem aldrei hefur lagzt neitt til og ekkert kann. Ég hef að minnsta kosti aldrei lært neitt starf, sem gæti veitt mér lífsviðurværi. Ég var á flakki á jörðunni löngu fyrir daga Krists, búinn skikkjularfi, sem efnamaður hafði fleygt. Og þannig hef ég reikað meðal mannanna á öllum öldum eins lengi og sögur herma. Sniðið á tötrum mínum og efnið í þeim hefur breytst eft- ir því sem tímarnir liðu, en aldrei hefur yfirhöfn mín verið alveg heil. Og það er ekki oft, sem ég hef getað etið mig mettan, og enn- þá sjaldnar hef ég fengið að sofa í hlýju rúmi. Ég hef verið nefndur ýmsum nöfnum á ýmsum öldum meðal ýmissa þjóða, og ég hef reynt margvísleg kjör, en ætíð hef ég verið verst settur, fótum troðinn og afétinn af öllum öðrum. Ég hef jafnvel verið kallaður beininga- maður og flakkari, og ég og mínir likar hafa verið nefndir skrill — úrhrak múgsins í stórborgunum. í hallærum ráfum við um, fremstir í fylkingu langsoltinna atvinnu- leysingja, en þótt eitthvað batni í ári, og verkamennirnir hverfi aftur til vinnu í verksmiðjunum, verðum við ætíð eftir á götunum. Við höfumst við í lélegustu hreys- unum í borgunum — í heilsu- spillandi myrkrakjöllurum, þar sem allt er gegnósa af raka, gistihúsum Hjálpræðishersins, og fátækraspitölum — og við höfn- um að lokum í almenningsgraf- reitunum. Um okkur hafa verið skrifaðar þykkar bækur og fínar frúr hafa grátið, þegar þær lásu þær — um okkur hafa gáfaðir menn brotið heilann og okkar vegna hafa þeir fordæmt heim- inn, okkar vegna hafa lög verið sett, hugsjónir fæðzt, hásætum verið kollvarpað og byltingar gerð- ar. Og enn erum við á faralds fæti. Rithöfundar hafa orðið ríkir og nafntogaðir, hugsuðir öðlazt heimsfrægð, byltingamenn orðið valdhafar, sem getið er í veraldar- sögunni, en við erum jafn hungr- aðir og óþekktir og við höfum ætíð verið. Ég hef drepið á dyr hjá öllum flokkum, herrar mínir, reynt að eignast hlutdeild í hugsjónum og trúarfélögum, leitað á náðir vel- gerðastofnana — en enn stend ég hér eins og herrarnir sjá. Það er kalt og suddalegt í kvöld. Nú sný ég máli mínu til herranna — ykkar, sem segizt vera menn: Getið þið veitt mér húsaskjól? — Því miður, svaraði kunningi Heikkinens — því miður verð ég nú að fara. Góða nótt! Hann yppti hattinum ofurlítið og hvarf út í myrkrið. Herra Heikkinen fann það líka,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.