Dvöl - 01.01.1946, Side 35

Dvöl - 01.01.1946, Side 35
DVÖL 33 ÚRSLIT VERÐLAUNASAMKEPPNINNAR Kúri Tryggvason Valborg Bents Þátttakan í verðlaunasamkeppni „Dvalar" um feröasögur varð mjög góð. Bárust alls um 20 ferðasögur og margar góðar. Um ferðasögurnar dœmdu — auk ritstjóra Dvalar — þeir Jón Helgason, blaðamaður og Þórir Baldvinsson, byggingarfrœðingur, báðir fyrrverandi ritstjórar Dvalar. Nokkrar þessara greina reyndust þó ýmist of stuttar eða langar til þess að koma til greina i samkeppninni. Dómnefndin taldi enga ferðasöguna skara svo fram úr, að henni bæri tvímœlalaust fyrstu verðlaun og varð sammála um að leggja þœr tvœr ferðasögur, er hún taldi beztar, að jöfnu og skipta verðlaunauppliœöinni, kr. 500.00, á milli höfunda þeirra. Þessar greinar voru „Ferð til Krísuvíkur" og „Gönguferð um Hornstrandir". Reyndist liöjundur hinnar fyrri vera Kári Tryggvason, Viðikeri, Bárðadal, S.-Þing., en hinnar síðari Valborg Bents, Barónsstíg 25 Reykjavík. Birtist önnur ferðasagan í þessu hefti, en hin mun birtast í næsta hefti. Þakkar ritið þessum höfundum sögurnar, svo og öllum öðrum, er þátt tóku í þessari samkeppni. Getur svo farið að fleiri þessara ferðasagna verði birtar síðar með leyfi höfunda. Þó geta þeir, ef þeir óska þess, fengið handritin endursend, ef þeir gera ritinu aðvart bréflega. Eins og getið var í 2. hefti 1945 mun nú verða efnt til ntjrrar verðlaunusamheppni og er verkefnið, Endurminning- úr síidinni. Skulu greinarnar hafa borizt ritinu fyrir 1. nóv. 1946. Að öðru leyti eru skilmálar allir hinir sömu og í hinni fyrri samkeppni og getið er í 2. hefti Dvalar 1946, bls. 112. — Skulu greinarnar vera merktar dulnefni, en liið rétta nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi. Verðlaun verða kr. 500.00 og eiga greinarnar að vera 6—10 Dvalarsíður að lengd.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.