Dvöl - 01.01.1946, Side 39

Dvöl - 01.01.1946, Side 39
DVÖL 37 Krísuvíkurbœr. IV. Við göngum heim túnið í Krísu- vik. Gamli maðurinn stendur hjá kirkjunni sinni, og starir tóm- látum augum á komumenn. Við heilsum honum öll með handabandi og biðjum um leyfi til að skoða húsakynnin. Bóndi er þögull en alúðlegur. Hann er víst vanur slíkum heimsóknum, því að marga fýsir að koma til Krísu- víkur, bæði til að skoða brenni- steinshverina, og eins til að sjá fuglabjargið fræga, sem kennt er við Krísuvík. Þarna áttum við stutta viðdvöl. Ferðinni var heitið yfir að fugla- bjarginu, en þangað er rúmlega klukkutíma gangur. — — Nú finnst mér ekki úr vegi að minnast lítið eitt á hið ágæta samferðafólk. Áður hef ég nefnt þá dr. Finn Guðmundsson og Guðm. Kjartansson. Þeir voru oftast fremstir í flokki, eins og vera bar. Guðmundur fremur lítill og snarmannlegur með hamarinn góða í hendi sér, en dr. Finnur risavaxinn og þreklegur, en vopn- laus með öllu. Ingólfur Davíðsson, grasafræð- ingur, hafði tínu mikla spennta að öxlum sér. Gekk hann bognu baki vegna sífelldra athugana á gróðri jarðar. Ingólfur er maður þéttur á velli og þéttur í lund og er mér hann að góðu kunnur. Þarna var líka Geir Gígja, skor-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.