Dvöl - 01.01.1946, Side 40

Dvöl - 01.01.1946, Side 40
38 DVÖL dýrafræðingur. Hafði hann háf einn ferlegan og bar sig vígalega í hvert sinn er fluga suðaði, eða fiðrildi blakaði mjúkum vængjum í víðáttum geimsins. Veitir honum því ekki af sjón arnarins og heyrn hérans. Annars hygg ég að Geir sé hið mesta prúðmenni, þrátt fyrir hern- aðaræði hans í ríki skordýranna. Ólafur Friðriksson, vísindamað- ur og ræðuskörungur, gekk oftast við hliðina á hávöxnum, sköllótt- um manni, er Hannes hét. Töluðu þeir margt og voru glaðir og reif- ir, eins og vera ber í skemmtiferð. Þá vil ég nefna Jón Gissurar- son, kennara. Vorum við oftast saman, þar eð margra daga svaðil- för um ugluhverfi Ódáðahrauns hafði tengt okkur órjúfanlegum vináttuböndum. Auk þessara „vísindamanna“ voru svo margir óbreyttir áhuga- menn og konur. Þar á meðal hóp- ur af yndislegum ungfrúm, sem hvarvetna voru til ánægju og augnagamans. Að lokum vil ég ekki skilja svo við þessar ófullkomnu mannlýs- ingar, að ég ekki minnist á hana frú Zier. Sú þýzka frú þótti mér bæði gáfuð og skemmtileg og full af áhuga fyrir íslenzkri náttúru. Hún var nokkuð fötluð til gangs, en ekki lét hún það á sig fá. V. Leiðin að Krísuvíkurbj argi er á- sótt og mishæðótt, en greiðfær og torfærulaus. Vissum við ekki fyrri til en hafið blasti við okkur, í allri sinni tign og veldi. Og að vörmu spori stóð- um við á bjargbrúninni. Þarna var yndislegt um að litast, ekki sízt fyrir þann, er lítt þekkir til svona umhverfa. Ég hafði aldrei fyrri komið að fuglabjargi. Heitur af eftirvænt- ingu gekk ég fram á brúnina og horfði fram af. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér þvílíkt sambýli. Blessaðir sjó- fuglarnir hvíldu þarna hlið við hlið, í svo einkennilegum hræri- graut að slíkt hefði mér aldrei til hugar komið. — Og ekki bar þar á kynflokkaríg eða neins konar mis- sætti. Fýllinn, langvían og lundinn kúrðu á sömu snösinni og allt var bjargið morandi af varpfugli. Ég þreyttist ekki á því, að horfa á þessa fágætu sjón. Nýjar og nýj- ar myndir bar fyrir augu, og það var sem ég vaknaði af svefni, þegar foringjarnir tilkynntu að mál væri að setjast að snæðingi. VI. Það er ekki amalegt að setjast niður úti í guðsgrænni náttúrunni, og fá sér góðan bita, ásamt með tilheyrandi vökvun. Og hér var engin undantekning frá þeirri reglu. Mágkona mín hafði líka séð mér fyrir dásamlegu nesti og ekki

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.