Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 40

Dvöl - 01.01.1946, Blaðsíða 40
38 DVÖL dýrafræðingur. Hafði hann háf einn ferlegan og bar sig vígalega í hvert sinn er fluga suðaði, eða fiðrildi blakaði mjúkum vængjum í víðáttum geimsins. Veitir honum því ekki af sjón arnarins og heyrn hérans. Annars hygg ég að Geir sé hið mesta prúðmenni, þrátt fyrir hern- aðaræði hans í ríki skordýranna. Ólafur Friðriksson, vísindamað- ur og ræðuskörungur, gekk oftast við hliðina á hávöxnum, sköllótt- um manni, er Hannes hét. Töluðu þeir margt og voru glaðir og reif- ir, eins og vera ber í skemmtiferð. Þá vil ég nefna Jón Gissurar- son, kennara. Vorum við oftast saman, þar eð margra daga svaðil- för um ugluhverfi Ódáðahrauns hafði tengt okkur órjúfanlegum vináttuböndum. Auk þessara „vísindamanna“ voru svo margir óbreyttir áhuga- menn og konur. Þar á meðal hóp- ur af yndislegum ungfrúm, sem hvarvetna voru til ánægju og augnagamans. Að lokum vil ég ekki skilja svo við þessar ófullkomnu mannlýs- ingar, að ég ekki minnist á hana frú Zier. Sú þýzka frú þótti mér bæði gáfuð og skemmtileg og full af áhuga fyrir íslenzkri náttúru. Hún var nokkuð fötluð til gangs, en ekki lét hún það á sig fá. V. Leiðin að Krísuvíkurbj argi er á- sótt og mishæðótt, en greiðfær og torfærulaus. Vissum við ekki fyrri til en hafið blasti við okkur, í allri sinni tign og veldi. Og að vörmu spori stóð- um við á bjargbrúninni. Þarna var yndislegt um að litast, ekki sízt fyrir þann, er lítt þekkir til svona umhverfa. Ég hafði aldrei fyrri komið að fuglabjargi. Heitur af eftirvænt- ingu gekk ég fram á brúnina og horfði fram af. Aldrei hefði ég getað ímyndað mér þvílíkt sambýli. Blessaðir sjó- fuglarnir hvíldu þarna hlið við hlið, í svo einkennilegum hræri- graut að slíkt hefði mér aldrei til hugar komið. — Og ekki bar þar á kynflokkaríg eða neins konar mis- sætti. Fýllinn, langvían og lundinn kúrðu á sömu snösinni og allt var bjargið morandi af varpfugli. Ég þreyttist ekki á því, að horfa á þessa fágætu sjón. Nýjar og nýj- ar myndir bar fyrir augu, og það var sem ég vaknaði af svefni, þegar foringjarnir tilkynntu að mál væri að setjast að snæðingi. VI. Það er ekki amalegt að setjast niður úti í guðsgrænni náttúrunni, og fá sér góðan bita, ásamt með tilheyrandi vökvun. Og hér var engin undantekning frá þeirri reglu. Mágkona mín hafði líka séð mér fyrir dásamlegu nesti og ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.