Dvöl - 01.01.1946, Side 41

Dvöl - 01.01.1946, Side 41
DVÖL 39 Krísuvíkurbjarg. þurfti ég að kvarta yfir lystar- leysi. Samt sem áður var hugurinn að hálfu leyti framan í fuglabjarginu og skyndilega missti ég allan á- huga fyrir matnum, en til þess voru gildar ástæður. Á bjargbrúninni, svo sem 4 metra frá okkur, sátu tveir, pró- fastar og horfðu á okkur með spekingssvip. Aldrei hafði ég séð slíka höfð- ingja fyrri, og nú var um að gera, að athuga þá vandlega. Ég greip sjónaukann hans dr. Finns og stillti hann sem bezt. Félagarnir á bjargbrúninni hreyfðu sig hvergi, og ekki minnkaði að- dáun mín á dásemdum Drottins, við að kynnast þessum sálusorg- urum bjargfuglanna. Ég er nefni- lega mesta fuglasál, en hef því miður allt of lítil kynni af sjófugl- unurn okkar. Að máltíðinni lokinni voru allir frjálsir ferða sinna um stund. Notuðu menn frjálsræðið á mis- jafnan hátt. Sumir lágu og bök- uðu sig í sólskininu, aðrir fóru að svipast eftir fáséðum plöntum, (sem þarna fyrirfinnast þó engar), en flestir, og þar á meðal ég, höfðu mestan áhuga fyrir fuglabjarginu. Krísuvíkurbj argið er ekki sér- lega hátt, en það hefur ætíð verið talið ríkt af fugli. Hins vegar er bjargbrúnin sprungin og háska- leg og allmikil þoranraun hlýtur

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.