Dvöl - 01.01.1946, Side 47
DVÖL
45
„Ég verð að vera heiðarlegur og segja honum að mest af þessu sé
prentað áður,“ sagði Sivle. En vinur hans var samvizkulaus persóna, og
á þessu augnabliki hugsaði hann ekki um neitt annað en að útvega
Sivle ævintýralega há ritlaun. Það var einkamál útgefandans, hvort
hann tapaði eða græddi á viðskiptunum.
„Nú verður þú svo vingjarnlegur að halda kjafti meðan kaupin ger-
ast,“ sagði hann. „Ég held að öruggast sé að segja, að þú sért mállaus,
mállaus og heyrnarlaus."
„Áfram í smérið,“ sagði Sivle.
Herra Eiricksen var risavaxinn maður, kurteis og formfastur, ætíð
klæddur marglitu vesti og svörtum síðfrakka. Hann gekk allt af með
vindil í munnvikinu. Þegar vinur Sivle kom inn til hans, var hann að
snuöra í bókahillu í geymslusal sínum.
„Nú megið þér treysta því, að ég hef náð í stórskáld handa yður til
að gefa út.“
„Mjög vingjarnlegt af yður,“ sagði herra Eiricksen og blés reykjar-
skýi út í loftið. „Er það Björnson?“
„Nei, rækallinn. Það er nokkuð enn þá betra. Það er Sivle, Pétur
Sivle. Já, þér þekkið hann auðvitað. Þér hafið lesið hann?“
„Auðvitað," sagði herra Eiricksen. Hann var ekki sá maður, að hon-
um fipaðist þó hann heyrði eitt ókunnugt nafn.
„Kom hann hingað með yður?“
„Já, hann situr í fremra herberginu. En eins og þér vitið getur hann
ekki talað. Já. Þér vitið það auðvitað úr bókmenntasögunni, að Sivle
er mállaus og heyrnarlaus.“
„Auðvitað,“ sagði Eiricksen, og flutti vindilinn yfir í hitt munnvikið.
Og herrarnir gengu nú fram í fremri skrifstofuna, þar sem Sivle sat
og virtist í þann veginn að rísa á fætur og taka til máls.
„Mállaus, algerlega mállaus," endurtók vinur hans og sendi honum
þýðingarmikið augnatillit. Sivle kyngdi athugasemd sinni og brosti hik-
andi til herra Eiricksens, sem hneigði sig og beygði, hrifinn af þeim
sóma, sem honum veittist, að hafa stórskáld innan sinna dyra.
„Skilur hann hvað ég segi,“ spurði Eiricksen.
„Nei, — ja, ef til vill getur hann lesið af vörum yðar, ef þér talið
greinilega.“
Og digri maðurinn í svarta síðfrakkanum með liðaða hárið hristi
hönd Sivle og hrópaði með stórfelldum varabrettum: „Ég er ákaflega
heillaður af hinum frumlegu ljóðum yðar.“
Sivle kyngdi einhverju, sem hann vildi gjarna hafa sagt. Síðan gengu