Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 50
48
DVÖL
Það varð þögn. Pétur starði á vin sinn, starði á seðilinn, hagræddi
gleraugunum og starði á ný. Svo gekk hann einu skrefi nær eins og
undrið drægi hann að sér, en vék svo ósjálfrátt til baka, eins og hættu-
legt kynni að vera að koma of nærri.
„Hæ þrælbeinið þitt! Þú ætlar þó ekki að halda því fram, að ég eigi
þetta?“
„Pétur! Pétur! Þú getur keypt þér höll. Þú átt hann þennan!“
Það tók nokkurn tíma fyrir Pétur að átta sig á því að þetta væri alvara.
En þá hóf hann líka dans. Og það reyndist að lokum mjög erfitt að
koma honum með heilan bjór og óbrotna limi niður alla stigana því
þá var hann orðinn í því skapi að vilja taka stofuhæðina í einu skrefi.
Klukkutíma seinna gekk vinur hans af tilviljun fram hjá Noregsbanka.
Og hver ætli standi þar úti fyrir í djúpum hugleiðingum annar en Pétur.
Og pappírinn sem hann rýndi svo hugsandi ofan í var stóri seðillinn
hans.
„Nei, ert þú hér“ sagði hann. „Já hvort sem þú trúir því eða ekki, þá
er hann ófalsaður.“
„Fórstu í sjálfan Noregsbanka til að spyrja að því?“
„Þetta er svo lýgilegt," sagði Pétur. „Og aldrei er of varlega farið.“
Síðar um daginn rakst vinur hans á hann sitjandi flötum beinum á
Karli Jóhanni. Hann hallaði hattinum út í annan vangann og söng. í
fanginu hafði hann körfu með fjórum hænuungum, sem hann hafði
keypt af bónda fyrir hundrað krónur. „Því að bóndinn er mergur þjóð-
arinnar,“ sagði hann, „og þarfnast styrktar, og við ríku mennirnir eigum
að hugsa eftir því!“
Hve lengi Pétur var ríkur er erfitt að vita. En í hvert skipti, sem hann
hitti vin sinn og félaga eftir þetta, hrópaði hann ævinlega: „Þarna er
þá myntfalsarinn. Ég get bölvað mér upp á það, að þú býrð til svo sniðuga
peninga, að sjálfur Noregsbanki getur ekki haft hendur í hári þínu.“
Bókaútgefandinn varð gjaldþrota.
Þórir Friðgeirsson þýddi.
Teikningar eftir Jón Einarsson.
Á