Dvöl - 01.01.1946, Side 51

Dvöl - 01.01.1946, Side 51
DVÖL 49 Hárið Eftir K. K. Strax og ég sá hana varð mér starsýnt á hárfléttur hennar brún- gljáandi og síðar niður fyrir mitti. Ég dáðist að örlæti skaparans við konuna. Það var eins og rafmagns- straumur léki um lófa mína af einni saman hugsununni um að strjúka þetta yndislega hár. Nóttina næstu á eftir dreymdi mig, að hún kom til mín brosandi, en flétturnar fögru stóðu í ljósum loga á höfði hennar. Mér virtist ég finna sviðalykt þegar ég vaknaði. Sannleikurinn var, að ég stóð sjálfur í björtu báli ástarinnar Við kepptum tveir um hylli hennar. Loks varð ég hlutskarpari. — Nú átti ég hárið og hana. „Ég elska þetta hár,“ sagði ég. „Ég elska þessar fögru fléttur".... „Æi, góði!,“ sagði hún „taktu ekki í þær. Ég er svo voðalega hár- sár.“ Ég kyssti brúnu, þykku, og síðu flétturnar, og andaði að mér ilmi þeirra. „Ég hef frá því ég man fyrst eftir mér, kviðið því mest af öliu að deyja köfnunardauða," sagði ég, „en glaður skyldi ég kjósa mér þann dauðdaga að kafna í hári þínu.“ Hún brosti hálf feimnislega, en elskulega og reyndi að fá mig til að kyssa sig heldur á munninn. Þetta var unaðslegur dagur. — Morguninn eftir vaknaði ég eld- snemma, af því að ég gat ekki sofið fyrir sælu. Ég hugsaði mér. að gera ástmey minni óvænta gleði með því að heimsækja hana tafarlaust. Móðir hennar, fjarska góðleg kona, — en því miður fyrir sjálfa sig nærri sköllótt, — vísaði mér inn í dagstofuna, og sagði mér af móðurlegri nærgætni, hvar dyrnar að herbergi dóttur sinnar væru. Því næst hvarf hún vafningalaust brott. Auðsæilega skilningsgóð og getspök kona, því að reyndar hafði hún ekkert átt að vita um sam- dráttinn, — og ég hafði engu er- indi lýst. Nýkveiktur eldur snarkaði glað- lega í ofni. Þægilegar hitabylgjur bárust frá honum um stofuna. Það var eins og allt á þessum stað byði mig velkominn og óskaði mér til hamingju. Ég drap varlega á herbergis-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.