Dvöl - 01.01.1946, Side 52
50
DVÖL
dyrnar. — Enginn lét til sín heyra.
Hjartað barðist um í brjósti mér
af unaðslegri eftirvæntingu.
H-æ-g-t o-g h-l-j-ó-ð-l-e-g-a
opnaði ég dyrnar, og----------Guð
minn góður!
Á borði, — rétt innan við dyrnar
— lágu hinar fögru hárfléttur all-
sundurlausar. En í rúmi skammt
frá svaf hún, sem flétturnar hafði
borið, sneri sér til veggjar, og við
mér blasti gishærður hnakkinn.
Ég stóð lengi sem þrumulostinn.
Svo greip ég í einhvers konar
grimmdaræði hárið, snaraði því í
ofninn, — og flýtti mér síðan út
og heim.
Heimkominn þvoði ég mér ræki-
lega bæði um hendur og varir, til
þess víst að reyna að hreinsa mig
af hárinu. Næstu nætur á eftir var
ég möru troðinn. En snefill af ást
var ekki til í mér.
— — Stúlkan varð ekki á vegi
mínum fyrr en eftir nokkrar vikur.
Og þegar fundum okkar loks bar
saman, þá lézt hvorugt okkar sjá
hitt. Þó tók ég eftir því með hryll-
ingi, að hún hafði engu minna hár
en áður, — aðeins dálítið ljósara á
litinn. Samt var það ekki svo miklu
ljósara, að áðurnefndur keppi-
nautur minn kynni ekki að meta
það jafn mikils og hið fyrra.
Síðan þessir atburðir gerðust
hefur verið tilgangslaust fyrir
hárprúðar konur að ætla sér að
ná ástum mínum. Og fyrir verstu
óhöppum, hvort sem er á sjó eða
landi, dreymir mig venjulega gis-
hærðan konuhnakka eða lykt af
sviðnu hári.
Um skeið varð það tízka, að kon-
ur gengu með drengjakolla. Þá
giftist ég konunni minni. Ég þorði
þó ekki að nálgast hana — eða
réttara sagt að leyfa henni að nálg-
ast mig — fyrr en ég var búinn að
kynna mér það, að hún fór reglu-
lega til hárskera og lét hann klippa
sig.
Þrátt fyrir breytta tízku, hef ég
— enn sem komið er — fengið
hana til þess að halda við drengja-
kollinum, með því að segja henni,
að ég elski hann svo heitt, hann
fari henni svo dásamlega vel, og
minni mig svo unaðslega á fyrstu
samfundi okkar.
Þetta gerir hana hamingju-
sama. Henni finnst ég — maðurinn
sinn — vera svo staðfastur og
trygglyndur, — hafa óviðjafnan-
lega þroskað og fullkomið tilfinn-
ingalif.
Þetta er heppilegur skilningur
hjá blessaðri konunni, — og fall-
egur er hann.
Það er bara eitt að honum.
Mér finnst stundum, að hann
sé gervihár, — ekki á henni, heldur
á mér.
I