Dvöl - 01.01.1946, Side 53

Dvöl - 01.01.1946, Side 53
D VÖL 51 Grcin þessi er eftir sænskan blaðamann, og fjallar um vandamál ungra stúlkna, er sækja dansleiki. Greinin er að mestu hreinskilin og opinská frásögn ungrar stúlku. Vandamál ungrar stúlku Eftir Gert Engström Hefur nokkur hugsað um það, að samtals nálega 60.000 ungar sænskar stúlkur hafast við í dans- sölum á hverju laugardagskvöldi kl. 20 — 24? Með öðrum orðum: fleiri stúlkur en allir íbúar Örebro. Að sönnu hafa ekki færri en 75 af hverju hundraði þessara stúlkna fasta atvinnu, og hér um bil jafn margar fara í danssalina „einar saman“. Það er einnig óvéfengj- anleg staðreynd, að mikill hluti þessara stúlkna á við hin margvís- legustu vandamál að stríða, bæði á vinnustað, í fjölskyldunni, meðal stallsystra sinna og í umgengn- inni við hinn hlutann af gestum danssalanna — karlmennina. Höfundur þessarar greinar hef- ur heimsótt einn af mest sóttu dansstöðum Stokkhólms til þess að hlýða á frásögn ungrar dans- meyjar — ósvikins fulltrúa hinna 60.000 stúlkna — af ævi hennar. Trúlegt er, að margar stúlkur eigi henni nokkuð sameiginlegt um þau vandamál, sem hún gerir grein fyrir hér á eftir. „Voru Ellen og Gunilla úti að dansa í gærkvöldi?“ Spurningin snart þessar tvær 15 ára yngis- meyjar, sem sátu þar á skólabekkn- um, eins og svipuhögg. Magra, mið- aldra kennslukonan brosti ekki; andlitsdrættir hennar voru hörku- legir, og hún beið eftir svari. Litlu stúlkurnar tvær risu með hægð úr sæti sínu. Þær fengu ákafan hjart- slátt, og roðinn færðist um andlit þeirra niður að treyjuhálsmálinu. Ellen leit á Gunillu. Hvernig áttu þær að fara að? Hvað mundi játn- ing hafa í för með sér? — Við vorum hræddar, báðar tvær, svo hræddar, að við titruð- um, segir dökkeygða, fallega, tví- tuga stúlkan, sem situr gegnt mér við lítið borð í danssalnum í National, á meðan saxófónar Sey- mourshljómsveitarinnar læða slow- fox fram. Orsökin til þess, að ég valdi einmitt hana, sem uppistöð- una í þessa grein, var setning, sem einn af danspiltunum slengdi framan í hana. Orðin voru þessi: „Þú getur víst líka orðið góð, ef þér bara gæti skilizt, hvers vegna

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.