Dvöl - 01.01.1946, Side 58

Dvöl - 01.01.1946, Side 58
56 DVÖL Ljóskærh kona Eftir Dorothy Parker Hazel Morse var stórvaxin, ljóshærð kona af því tagi, er kemur sum- um karlmönnum til þess að væta varirnar og draga annað augað kjá- víslega í pung, þegar þeir bregða fyrir sig orðinu ljóshærð. Hún var hreykin af hinum smáu fótum sínum og leið þrautir fyrir þá hégóma- girni að troða þeim ofan í alltof litla, háhælaða skó. Hið furðulegasta við hana voru hendurnar, kynlegt framhald af holdugum, hvítum hand- leggjunum, sem alsettir voru daufum, brúnum dílum —, það voru langar titrandi hendur með stórum, kúptum nöglum. Hún hefði ekki átt að lýta þær með litlum gimsteinum. Hún var ekki kona, sem lifði í heimi endurminninganna. Þegar hún var hálf-þrítug var fortíð hennar nokkuð þokukennd og óljós eins og óframkölluð mynd, sem' geymir athafnir ókunnugs fólks. Þegar hún var um tvítugt og móðir hennar, sem hafði verið ekkja, dó að lokum, fékk hún at- vinnu sem liðabrúða í stórri tízku- verzlun. Það var á dálætisdögum hinna stóru kvenna, og hún hafði þá frísklegan litarhátt, tígulegan vöxt og fögur brjóst. Starfið var ekki erfitt, og hún hitti marga menn og eyddi mörgum kvöldum í samvistum viö þá, hló að fyndni þeirra og sagði þeim, hvað henni fyndist hálsbindið þeirra fallegt. Karlmönnunum leizt vel á hana, og hún var ekki í neinum vafa um það, að það væri dásamlegt, að karl-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.