Dvöl - 01.01.1946, Page 60

Dvöl - 01.01.1946, Page 60
58 DVÖL En hana langaði til að giftast. Hún nálgaðist nú þrítugsaldurinn og var far- in að eldast í útliti. Hún varð holdugri og stirðlegri, og þegar hár hennar tók að dökkna, gerði hún klaufalegar til- raunir til þess að lýsa það með súrefn- isupplausn. Stundum kom það fyrir, að hún fékk dálítil óttaköst varðandi starf sitt. Hún hafði þegar lifað nokkur þús- und kvöld þar sem hún hafði verið „góður félagi“ karlmannanna. Smátt og smátt hafði þetta orðið fremur kvöð skyldunnar en skemmtun. Herbie hafði töluverðar tekjur og þau leigðu sér dálitla íbúð í einni útborg- inni. Þar var borðstofa með einföldum húsgögnum og marglitri ljóskúpu í miðju lofti. í dagstofunni voru bólstruð húsgögn í Boston-stíl og Magdalenulík- neski með rauðu hári og í bláum klæð- um. Svefnherbergið var grásteint með gamaldags rósaflúri, og á bún- ingsborði Hazel var mynd af Herbie og á skrifborði Herbies var mynd af Hazel. Hún matreiddi og var góð matselja, gekk í búðir, talaði við sendi- sveinana og þvottakerlingarnar. Hún elskaði íbúðina, hún elskaði lífið, hún elskaði Herbie. Á fyrstu mánuðum hjónabandsins gaf hún honum alla þá ást, sem hún átti til og mundi nokkru sinni þekkja. Henni hafði ekki verið ljóst, hve þreytt hún hafði verið orðin. Þetta var hreinasta unun, nýr leikur, orlof, að hætta að vera „hinn góði félagi.“ Ef henni varð illt í höfðinu, kveinkaði hún sér eins og lítið barn. Ef ólund var í henni, sagði hún ekki orð. Ef tárin komu fram í augun, lofaði hún þeim að renna. Fyrsta árið í hjónabandinu varð henni það að vana að gráta mikið. Jafnvel á glöðustu dögum ævinnar hafði það verið á orði haft, hvað hún ætti létt með að tárast. Framkoma hennar í leikhúsinu var marg- sögð saga. Hún gat grátið yfir öllu, sjónleik, barnafötum, ást — bæði vonlausri og gagnkvæmri — táli heimsins, sakleysi, trúrri þjónustu, hjónabandi og vanköntum lífsins. „Nú er það gamla sagan með Hazel,“ sögðu vinkonur hennar og horfðu

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.