Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 63

Dvöl - 01.01.1946, Qupperneq 63
DVÖL 61 hana, og hún var reiðubúin til þess að beita öllum vopnum, sem hún réð yfir til þess að varðveita heimilisrétt sinn. Hún óskaði sér þess, sem hún kallaði „sannkallað heimili." Hún vildi eiga nærgætinn og umhyggj usaman mann, sem kæmi á réttum tíma til þess að borða og á vissum tíma heim frá vinnunni. Hún vildi eiga notaleg, friðsæl kvöld. Hugsunin um félagsskap mannsins við aðra menn var henni viður- styggð, og sú hugsun, að Herbie leitaði kannske lags við aðrar konur sér til afþreyjngar, hleypti henni í bál og brand. Henni fannst næstum því allt, sem hún las ■— skáldsögur frá útlánabókasafninu, sögur í tíma- ritum, kvennasíðan í blöðunum — fjalla um konur, sem glötuðu ástum manna sinna. En það gat hún þó fremur þolað en frásagnir um ánægju- leg og hamingjusöm hjónabönd fólks, sem lifði í sátt og friði 'til æviloka. Hún varð hrædd, og nokkrum sinnum kom það fyrir, að Herbie fann hana reiðubúna til þess að fara út, þegar hann kom heim á kvöldin. Hún hafði dyft sig og málað. „Nú skulum við fara út og skemmta okkur saman í kvöld,“ sagði hún við hann. „Það er nógur tími til þess að vera dauður þegar búið er að grafa okkur.“ Svo fóru þau út. Þau fóru á lítil veitingahús og ódýra skemmtistaði, en það gekk ekki vel. Hún gat ekki skemmt sér lengur við að horfa á Herbie drekka, hún gat ekki hlegið að fyndni hans. Hún gat ekki stillt sig um að telja, hve mörg staup hann drakk. Og hún gat ekki heldur stillt sig um ásakanir: „Heyrðu nú, Herbie, nú ertu búin að drekka nóg, er það ekki? Þú verður ægilega timbraður á morgun.“ Þá rauk hann strax upp eins og naðra. Ágætt, rífast, rífast, rífast, það var það eina sem hún gat. Guð minn góður, hvað hún var lítill félagi. Svo urðu úr þessu þrætur og leiðindi, sem enduðu með því, að annað hvort þeirra stóð upp og fór í reiði. Hún gat ekki munað með neinni vissu, hvaða dag það var, sem hún byrjaði að drekka. Það skeði aldrei neitt sérstakt, sem hægt var að miða við í lífi hennar. Dagar henn- ar liðu hver af öðrum eins og vatnsdropar sem seytla niður rúðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.