Dvöl - 01.01.1946, Side 65
DVÖL
63
andi bakstra og tók alla sökina á sig. En þegar þau höfðu drukkið
nokkur glös „til að hressa sig við“, varð henni svo tíðrætt um áverka
sinn, að hann missti þolinmæðina, rauk upp og þaut út og var burtu
í tvo daga. í hvert sinn, er hann yfirgaf heimilið í reiði, hótaði hann
því að koma aldrei aftur. Hún trúði honum ekki, og lét sér heldur
aldrei koma skilnað til hugar. Einhvers staðar í heila hennar eða
hjarta lifði óljós og fáránleg von um það, að allt mundi breytast og
hjónaband þeirra Herbies mundi allt í einu verða rólegt og ham-
ingjusamt. Hér var heimili hennar, húsgögnin hennar, maðurinn
hennar — hið raunverulega líf hennar.
Hún óskaði þess ekki að eiga um tvo kosti að velja.
Nú gat hún ekki lengur reikað um í sælli meðaumkun vegna sorga
lífsins. Nú átti hún ekki nóg af tárum. Þau tár, sem hún felldi nú,
voru öll vegna hennar sjálfrar. Hún ráfaði eirðarlaus um húsakynni
sín, og hver hugsun hennar snerist um Herbie. Það var á þessum
tímum, sem hræðslan við einveruna náði tökum á henni, og seinna í
lífinu gat hún aldrei yfirunnið þann ótta. Það er hægt að vera aleinn,
þegar allt er í stakasta lagi, en þegar maður er niðurbrotinn grípur
mann skelfing einverunnar.
Svo byrjaði hún að drekka ein, aðeins í smáskömmtum en allan dag-
inn. Áfengið gerði hana óstyrka og orðilla, aðeins þegar hún var ein
með Herbie. Þegar hún var alein, var eins og það sniði vankantana af
tilverunni. Hún lifði i eins konar áfengisvímu, og líf hennar varð draum-
kennt. Ekkert, sem fyrir kom, snerti hana illa, eða kom henni á óvart
Svo flutti einhver ungfrú Martin í íbúðina í hinum enda hússins.
Það var stór, ljóshærð stúlka á fertugs aldri, og útlit hennar varaði
einmitt við því, sem Hazel var á góðri leið með að verða. Þær urðu
brátt kunnugar, og ekki leið á löngu, unz þær voru að heita mátti
óaðskiljanlegar. Hazel eyddi dögunum hjá þessari vinkonu sinni. Þær
drukku saman til þess að hressa sig viö eftir drykkju næturinnar.
Hún trúði ungfrú Martin aldrei fyrir áhyggjum sínum um Herbie.
Það var of særandi fyrir hana til þess að hægt væri að finna huggun í
því að tala um það. Hún lét skína í það, að starf mannsins hennar
krefðist þess, að hann væri mikið fjarvistum. Það þótti ekkert sérstak-
lega athyglisvert. Eiginmenn, sem slíkir, komu lítið við sögu i heimi
ungfrú Martin.
Ungfrú Martin hafði engan sýnilegan lífsförunaut í eftirdragi. Það
verður að liggja á milli hluta, hvort hann var dáinn eða ekki. Hún átti
einn aðdáanda, sem hét Jói og kom hérum bil á hverju kvöldi til þess