Dvöl - 01.01.1946, Page 67

Dvöl - 01.01.1946, Page 67
D VÖL 65 nærstaddur. Hann hafði þann vana að láta höndina strjúkast hægt niður eftir bakinu á henni. „Einstök, ljóshærð blómarós, ha,“ sagði hann. „Sannkölluð rós.“ Kvöld eitt, er hún kom heim frá ungfrú Martin var Herbie í svefn- herberginu. Hann hafði verið að heiman nokkrar nætur, augsýnilega á samfelldu fylliríi. Hann var grár í andliti og hendur hans skulfu. Ofan á rúminu voru tvær gamlar, úttroðnar ferðatöskur. Á skrifborðinu hans var ekkert eftir nema myndin af henni, og opnar dyrnar á klæðaskápn- um sýndu ljóslega, að þar var ekkert nema auðir snagarnir. „Ég er að fara,“ sagði hann. „Þetta er allt saman búið. Ég er búinn að fá vinnu í Detroit.“ Hún settist á rúmstokkinn. Hún hafði drukkið mikið kvöldið áður, og þau fjögur glös, sem hún hafði drukkið þá um kvöldið hjá ungfrú Martin, höfðu fljótt aukiö ölvun hennar. „Er það gott starf?“ spurði hún. „O, já,“ sagði hann. „Það virðist vera sæmilegt.“ Hann lokaði annarri ferðatöskunni með erfiðismunum og bölvaði svo- litið yfir því. „Það er svolítið eftir í bankanum,“ sagði hann. „Bókin er þarna í

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.