Dvöl - 01.01.1946, Page 72

Dvöl - 01.01.1946, Page 72
70 D V Ö T. sóma sinn stærstan í illkvittnislegum hrekkjum við Fúsa, og varð hann að þola margt án möglunar. En einhver versti grikkurinn, sem honum skyldi gerður, var er sjómaður einn í Þorláks- höfn, hellti í föt hans lýsi, og ætlaði síð- an að kveikja í karlinum. Ánægjan átti svo að vera að sjú þennan vesaling brenna til meiri eða minni skaða. Sem betur fór, tókst Olsen að afstýra þessum verknaði, og fór hann ekki mildum höndum um hrekkjalóminn; tók hann og henti honum niður fyrir sjávarkamb og niður í stórgrýtta fjöru, og var sá, er niður fór frá verki í marga daga á eftir. Formaður þess, sem Olsen handlék, vildi láta hann svara til saka fyrir meðferð- ina á háseta sínum, og komst Jón hrepps- stjóri Jónsson á Hlíðarenda eitthvað í þau mál. Olsen kvaðst óhræddur ganga til þeirra réttarhalda, og virtist hann hafa flesta á sínu máli. En þarna tók af skarið Jón Árnason bóndi í Þorláks- höfn, og rak hann manninn úr verstöð- inni strax og hann varð ferðafær, og bannaði formönnum að ráða hann aftur þangað. — Frásögn Helga frá ÞórustöSum. ★ Eins og flestum er kunnugt fauk kirkjan á Melstað í Miðfirði 15. jan. 1942. Nú er þar komin steinkirkja undir þak, en að mestu ófullgerð að innan. Á gamlársdag 1944 var haldin guðs- þjónusta í kirkjunni. Veður var svo þann dag, að sunnanátt var, með þíðviðri, mjög þungbúið loft, og var fremur dauf birta. í kórnum var altari úr gömlu kirkjunni. Á altarinu logaði á tveim kertum, og á tveimur öðrum kertum logaði framar í kórnum, stóðu þau á borði, sem var umvafið íslenzka fánan- um, auk þess var ljós á 5 kertum á orgelínu, sem var að sunnan verðu í kirkjunni, en að norðan verðu í kirkjunni voru kirkjugestir. Þegar sunginn var fyrsti sálmurinn fannst mér, að um kirkjuna færi ein- kennileg birta, fyrst var hún ekki mjög skær, en alls staðar eins, hvort sem ég leit, fram að dyrum eða inn í kór. Þessi birta varð alltaf skærari eftir því sem á leið guðsþjónustuna. Sálmurinn „Nú árið er liðið £ aldanna skaut“ var sunginn áður en presturinn flutti ræðuna, en á meðan sá sálmur var sunginn,' fannst mér, að birti einkenni- lega mikið í kirkjunni. Hef ég aldrei séð slíka birtu, var hún mikið bjartari en nokkurt rafljós, og þegar sálminum var lokið og presturinn fór að flytja ræðuna, en hann stóð við borðið, sem var umvaf- ið íslenzka fánanum. Þótti mér þá, að tveir menn vera hjá altarinu og halda á ljósbaug. Sýndist mér þá að öll þessi birta kæmi frá ljósbaugnum. Stóðu þeir þarna báðir um stund, fer þá annar þeirra á stað og gengur til stúlku, en hinn maðurinn var kyrr hjá altarinu, og ljósbaugurinn einnig með sömu birtu og alveg eins í laginu. Staðnæmdist hinn maðurinn augnablik hjá stúlkunni, fen svo til karlmanns og stanzar þar líka augnablik, en þegar hann var hjá karlmanninum, þótti mér hann benda til hins mannsins, sem var hjá Ijósbaugnum, en hann hafði alltaf verið kyrr og Ijósbaugurinn ekkert breytzt. Var þá söngflokkurinn að syngja fyrsta erindið af sálminum „Hvað boðar nýárs blessuð sól“. En í því að hann benti að manninum með Ijósbauginn, hljómaði mjög fagur söngur með klukknahljóm. Fannst mér bæði söngurinn og klukkna- hljómurinn svo yndislegur, að ég get ekki lýst því með orðum, var þá ljósbaugurinn og birtan út frá honum enn þá skærari. Þegar söngurinn og klukknahljómurinn var að byrja, fannst mér húsið allt vera sem eitt eldhaf, með þeessum yndislega söng og klukknahljóm, en um leið og söngurinn byrjaði fannst mér og sýnd-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.