Dvöl - 01.01.1946, Page 73
DVÖL
71
ist, að inn kæmi fjöldi fólks, sem ég hún með mikið af blómum, og var eins
þekkti flest, en er nú dáið.
og hún vildi láta bera sem mest á þeim.
Sérstaklega bar mikið á einni konu,
sem dó ung, fyrir nokkrum árum, var
Björn G. Bergmann.
Vonlaus cftirför.
Amerískur herforingi, sem dvaldi í Ástralíu tók sér frí frá störf-
um dag nokkurn og fór á pokadýraveiðar. Hann tók nú beztu byssu
sína og hoppaði upp í „jeppann". Síðan skipaði hann bílstjóranum,
sem var svertingi, að aka út á sléttuna. Negrinn hlýddi boðinu, án
þess að gera sér ljóst hvers konar veiðar þetta væru, og brátt var
..jeppinn" kominn á fleygiferð á eftir flokki flýjandi pokadýra.
Þessi eltingarleikur stóð nú í fjórðung stundar og bíllinn sentist
og skoppaði yfir ójöfnurnar á vegrausri sléttunni. Þá hægði negrinn
allt í einu ferðina; sneri sér að húsbónda sínum og sagði:
— Þetta er þýðingarlaust, herforingi.
— Hvers vegna, spurði herforinginn.
— Við ókum nú með 65 km. hraða á klukkustund, en þó eru dýrin
ekki enn farin að nota framfæturna.
Fingurinn á slagæð heimsins!
Kona ameríska rithöfundarins, Hemingways, var stríðsfréttaritari
á stríðsárunum og lýsir hinum fyrstu friöarmánuðum í Evrópu á
þennan fáorða hátt:
— Nú eru allir ósammála í Evrópu. Það er hart að verða að viður-
kenna það — fjandi hart. En það er satt. Hinn illi andi er ekki
dauöur; hann lifir í bezta gengi og heldur kverkataki um hina
ungu og nýfæddu Evrópu, reiðubúinn að kirkja hana og alla fagra
drauma, sem okkur dreymdi á stríðsárunum, um leið. Þess vegna
er framtíðin svo myrk og vonlaus. Friðurinn; sem ríkir í Evrópu
í dag er hættulegur og ógnandi friður.
Konan með tungurnar tvær.
Líklega hefur aldrei lifað ógæfu-
samari kona, en unga stúlkan í
Frankfurt, sem hafði tvær tung-
ur, en gat þó ekki mælt eitt ein-
asta orð. Fyrirbrigði þetta hefur
verið athugað af mörgum vísinda-
mönnum. Þetta náttúruundur er
að sjjilfsögðu afar fátítt, en þó er
talið að fleiri dæmi séu til um það.