Dvöl - 01.01.1946, Síða 76

Dvöl - 01.01.1946, Síða 76
74 D VÖt liggur utan við lífsstarf höfundarins. Það er byggt á tómstundavinnu hans. Þeir, sem lítið hafa við ritstörf fengizt eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því, hvílík vinna liggur í riti sem þessu. Fjölmargar sundurleitar og tvístraðar heimildir eru kannaðar og bornar sam- an. Þó má alltaf búast við því, að sum- um þyki einstaka sögur ekki rétt sagðar og kunni þær öðruvísi. Er tíðum ógjörn- ingur að vita hvað réttast er og dæmi þess finnast í bók Ólafs að samferðamenn greinir á um gang sögunnar. En jafn- vel þó að oft sé ógjörningur að sanna skýláusa nákvæmni sögunnar í einstökum smáatriðum er mikils vert að hún geym- ist, því að hún er ávöxtur islenzkrar þjóðar í landi sínu. Ódáðahraun er íslenzk bók. Hún lýsir einum þeim landshluta, sem flesta fýsir að vita nokkur skil á. Hún lýsir í öðru lagi merkum þáttum úr lífi og bar- áttu þjóðar okkar. í þriðja lagi sýnir hún hvernig ísland var kannað náttúru- fræðilega en á því sviði eigum við líka góðar hetjusögur. í fjórða lagi gefur hún glögga mynd af því hvernig nútíðar- menn stunda fjallferðir og útilegur sér til gamans og hressingar Þannig er þessi bók. Hún er alþýðlegt fræðirit, fróðlegt og skemmtilegt af- lestrar. Þekki ég þá illa þjóð mína ef þessi bók er henni ekki hugstæðari lest- ur en miðlungsskáldsögur fjarlægra þjóða. Svo skal þá bent á það að þetta mikla rit sýnir það, að oft verður meira úr tómstundum þeirra manna. sem mikil- virkir eru við lífstarf sitt. Sést það hér sem víðar að samvizkusamleg ástundun og karlmannleg elja, verður drýgri til manndómsverka, en aðstaða og ytri skil- yrði ein sér. H. K. Úr útlegð. Ljóðabók eftir Jónas Stefánsson frá Kaldbak. Gefin út í Winnipeg 1944. Fyrir stuttu síðan fékk ég þessa bók í hendur, enda mun hún nýlega komin til sölu hérlendis. Ég greip hana með for- vitni. Hún er eftir gamlan kunningja minn. Hann er Þingeyingur og kennir sig við bæinn Kaldbak við Húsavík. Kom- inn af hinni kunnu Fellsselsætt. Fæddur 31 marz 1882. Búfræðingur úr Hólaskóla 1902. Fluttist til Ameríku 1913. Giftist þar íslenzkri konu, Jakobínu Sigurgeirs- dóttur frá Grund, og gerðist bóndi í Mikley. Fyrri hluta sumarsins 1913 vorum við Jónas kaupamenn saman á Héðinshöfða á Tjörnesi, þar sem Einar Benediktsson átti æskuheimili fyrrum, en Jón Gauti Jónsson frá Gautlöndum bjó þá. Þarna unnum við að beitarhúsabyggingu við sjó fram og lauguðum okkur hreina af ryki daganna í sjónum á kvöldin. Og þarna slóum við kappslátt eftir að hey- annir hófust. Ég var þá 18 ára en Jónas rúmlega þrítugur. Hann var ágætlega vaskur maður til verka og þar af leiðandi heppilegt til eftirbreytni fyrir mig — á beim aldri sem ég var — að vera með honum að verki. Mér þykir við eiga að geta um þennan vaskleika Jónasar til verka, áður en ég ræði um skáldskap hans, af því að það er sannarlega hróðrarauki fyrir hvert skáld, ef það hefir sýnt dug sem maður. Oft lét Jónas hendingu fjúka á sam- verudögum okkar, og kvæði nokkur lét hann mig heyra eftir sig, en það er ekki fágætt í Þingeyjarsýslu. að menn yrki sæmilega, og boðar ekki, nema endur og eins, útgáfu ljóðabókar. Og ég leit svo á, þegar Jónas hvarf til Ameríku, að þá væri þessi „son og sjóður" ís- lands þar með „sokkinn í þjóðahafið". En nú er ljóðabók komin frá hendi hans eins og kveðja heim. Hann nefnir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.