Dvöl - 01.01.1946, Síða 79

Dvöl - 01.01.1946, Síða 79
D VÖL 77 tekizt hefur um íslenzkun þessa mikil- úðuga skáldverks, því að ég hef ekki les- ið' það á öðrum málum, og ekki gert á því neinn samanburð við aðrar þýðingar, en óhætt mun að fullyrða, að þýðingin hefur verið vandaverk hið mesta. ís- lenzka þýðingin er víða þróttmikil og kjarnorð, þótt segja megi að fyrir bregði i henni óþörfum hátíðleik og skrúði í orðfæri og langsóttum orðtækjum. Helgi Sæmundsson, blaðamaöur hefur gert þýðinguna. Það má kallast virðing- arvert að ráðast í þýðingu og útgáfu þessarar frægu og ágætu skáldsögu, og ekki horft í það, þótt hún sé lengri en flestar skáldsögur, sem við teljum okkur fært að koma út á íslenzku. A. K. Bókasafn Helgafells. — Lista- mannaþing. Útg. Helgafell. Helgafellsútgáfan hefur ráðizt í útgáfu heimilisbókasafns í handhægu formi og smekklegum og traustum búningi. Kallar útg. safn þetta Listamannaþing, og eru komin út af því 3 bindi. Fysta bindi þessa bókasafns er Nóa Nóa, eítir franska skáldiö Paul Gauguin, í þýðingu Tómasar Guðmundssonar skálds. Bókin gerist á Tahiti og er með myndum eftir höfundínn, en hann var stórmerkur málari. Þetta er fögur og á- hrifarík saga um líf og leik mannsbarn- anna i skauti hinnar frjálsu og stórgjöf- ulu náttúru. — Hún er óður til lífsins, en ákæra á hendur spilltri menningu. Mynd- irnar eru allar forkunnarfagrar og hin mestu listaverk og er bókin þeirra vegna sérlega eiguleg. Þýðing Tómasar er við- felldin og hógvær og víða snjöll, en ekki með öllu laus við mállýti. Annað bindið er Birtingur (Candide), eftir Voltaire í þýðingu Halldórs Kiljans Laxness. Þetta gamla og fræga verk er að líkindum ekki auöþýtt á íslenzku, en Kiljan kveðst þó hafa snaraö því á 12 dögum og meir stundað að íslenzka það en þýða, og tekið sér þar til fyrirmyndar fornar aðferðir um þýðingar úr rómönsk- um málum í norrænu. Annars skal ekki um þýðingu þessa dæmt né trúleik henn- ar við frumtextann, en skemmtileg er hún aflestrar og kiljönsk í bezta lagi. Þróttmikil og innblásinn þeim anda, sem Kiljan einn getur gætt tungutak sitt. Um hitt skal ekki borið’, hversu honum tekst að halda stíl og anda höf- undarins, enda held ég, að þetta fimbul- famb manna nú á dögum um það, að þýðendur verði að halda stíl og blæ höf- undar sé að mestu í bláinn mælt. Það er vert að velta þeirri spurningu fyrir sér. hvort. „stíll“ höfundar sé ekki svo nátengdur tungu hans, að hann verði ekki fluttur milli mála. Gæti ekki verið, að' margir þýðendur ætluðu sér afrausn í þess efni og væru að stríða við að bera inn sólargeislann. Sú hætta vofir og allt- af yfir slíkum tilraunum, að úr þeim verði aðeins skrípi, jafnvel þótt þýð- andi hafi smekk og kunnáttu til að bera, af því einu að hann ætlar sér það, sem er ekki hægt að gera. Hitt sjónarmiðið að hugsa um það fyrst og fremst að ís- lenzka ritverkið, eins og hér er gert, mun i flestum tilfellum verð'a íslenzkum bókmenntum heilladrýgst. Þrið'ja bindi safns þessa er Jökullinn, eftir Johannes V. Jensen, í þýðingu Sverris Kristjánssonar. Er þarna um að ræð'a eitt af öndvegisritum norrænna bókmennta, afburðasnjallt og sérstætt skáldverk. Lýsir það baráttu frummanns- ins við örð'ugleika jökultímans, baráttu, sem nær hafði máð' hann af jörð'inni, en gerði hann þó að manni á land- mörkum lífs og dauöa. Þetta er stór- brotin og skilningsrík saga og mun á- reiðanlega verða talin til listaverka með- an bókmenntir eru einshvers metnar. Þýð'ing Sverris á þessari bók er svo bráð'- snjöll, að ég held að til afburð'a megi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.