Dvöl - 01.01.1946, Page 80
78
D VÖL
telja. Ég hafði lesið þessa bók á dönsk-
unni, og er ég las þessa þýðingu fann
ég brátt, að margt vakti mér aðdáun,
og fór ég þá að bera saman mér til
yndis. Þýðingin er nákvœm, en þó laus
við allan smámannlegan eltingaleik, djörf
og eftirlát í senn. Orðfærið er snjallt,
íslenzkt og kjarngott, en þó hvergi leit-
að frá efninu, til þess að koma að dá-
yrðum þýðandans, en smekklega farið
með nýyrði og nýmyndir orða, þótt all-
víða sé brugðið við.
Rétt er að taka það fram, að þetta er
aðeins fyrsti hluti Jökulsins.
Það má fullyrðá, að myndarlega sé af
stað farið með þetta heimilisbókasafn
Helgafells, og er þess að vænta, að síð-
ari bindi þess verði ekki lakari. Þó má
segja, að fullangt sé gengið í því, að gera
litlar bækur stórar og verð bókanna er
allhátt, þar sem þetta á að vera bóka-
safn handa alþýðu manna.
A. K.
Dýrheimar: Eftir Rudyard
Kipling. — Útg. Snælandsút-
gáfan h.f. 1945.
Þessi bók er úrval úr „Jungle“-bókum
Kiplings, en þær eru, sem kunnugt er
meðal frægustu og víðlesnustu barna- og
unglinga bóka í heimi. — Hafa þessar
bækur verið þýddar á ótal tungumál og
orðið efni í fjölmargar kvikmyndir, og
hefur þeim hvarvetna verið tekið með
hinu mesta dálæti, enda eru þær allt í
senn, frábærlega vel ritaðar, skemmtileg-
ar og fræðandi.
Kipling var fæddur í Indlandi, en þó
af ensku foreldri, og átti hann þar heima
í æsku. Hann byggði „Jungle“-bækur
sínar jöfnum höndum á indverskum þjóð-
sögum og kynnum sínum af heimi villi-
dýranna. — Bókin er frásögn af dreng,
sem elst upp með úlfum — og við-
skiptum hans og sambúð við hin
villtu dýr frumskóganna. Þetta eru ævin-
týralegar frásagnir með bragði ritsnill-
ingsins. Þar er sagt frá lífi dýranna,
háttum þeirra og venjum, vitsmunum og
lífsbaráttu, hættusömum veiðum og hrika-
legum viðureignum — efni, sem heillar
hvern stálpaðan og heilbrigðan dreng.
En þetta er ekki gert með æsingabrag,
heldur á sannan og lifandi hátt, svo að
bókin er heillandi fyrir hvern, sem fögr-
um bókmenntum ann.
Gísli Guðmundsson, fyrv. alþingismað-
ur hefur íslenzkað bókina og leyst það
vandaverk af hendi með ágætum. Er
bókin á hreinu íslenzku máli, eðlilegu og
tilgerðarlausu, en um leið þróttmiklu
og fögru. Er ánægjulegt til þess að vita,
þegar slíkum alúðarhöndum er farið um
fögur og viðkvæm listaverk. Þó finnst
mér nafn bókarinnar, Dýrheimar, full-
langsótt og hljómnýtt, til þess að vera
eðlilegt og tamt heiti þessarar ágætu
bókar í munni ungra íslenzkra lesenda.
Margar ágætar myndir prýða bókina,
sem er prentuð á vandaðan pappír og
öll snyrtileg í sniðum.
Ég held að óhætt sé að fullyrða, að
þetta sé með allra beztu unglingabók-
um, sem út komu hér á landi síðast
liðið ár.
A. K.
Auðlegö og konur: Eftir Louis
Bromfield. — Útg. Draupnis-
útgáfan 1946.
Þetta er löng skáldsaga eftir hinn stór-
virka og vinsæla, ameríska rithöfund,
Louis Bromfield. Sagan gerist á síðustu
árum í stórborgum Ameríku og bregður
upp ólíkum myndum hins margbreyti-
lega lífs. Þar er lýst viðhafnarlífi mill-
jónamæringa og böli skuggahverfa, og
má vafalaust gera ráð fyrir, að þar séu
margar sannar myndir úr amerísku þjóð-
lífi. Bókin getur þó varla talizt stórbrot-
ið listaverk, en hún hefur öll einkenni
'vinsællar og skemmtilegrar skáldsögu.