Dvöl - 01.01.1946, Page 82

Dvöl - 01.01.1946, Page 82
80 DVÖL Skapbætir ----------------------------------------------------N Til /esenda! Þetta hefti Dvalar er enn fremur seint á ferð, og stafar töfin að mestu af því, að nokkrar breytingar hafa verið gerðar á ritinu — einkum útliti þess — og tók nokkurn tíma að koma þeim í kring. Hina nýju kápu hefur Atli Már, teiknari, gert, og er vonazt til að lesendum þyki að henni nokk- ur bókarbætir. Þá hefur verið tekinn upp sá háttur að birta myndir með sögunum meir en áður hefur verið gert og ætti það að auka gildi sagn- anna og gera þær skemmtilegri. „Dvöl“ hefur verið vel tekið á síð- asta ári og hefur kaupendatala henn- ar aukizt að mun, og hefur nú upp- lag ritsins verið aukið nokkuð frá því sem áður var. Reynt verður eftir megni að láta aukinn kaupendafjölda hafa áhrif á gæði og frágang ritsins og ætti það því að koma kaupendum ríkisins sjálfum í hag, ef þeir út- veguðu þvi nýja áskrifendur, og fyrir alla slíka aðstoð kann ritið þakkir. Verðlaunasamkeppni sú um ferða- sögu, sem ritið efndi til á síðasta ári var mjög vel tekið og bárust margar ferðasögur. Eru úrslit keppn- innar birt á öðrum stað í þessu hefti, og getið nýrrar samkeppni. v__________________________________ Skömmu eftir að Stanley Baldwin varð forsætisráðherra Bretlands, og nafn hans þar af leiðandi á hvers manns vörum, mætti hann manni nokkrum á götu, sem vék sér að hon- um og mælti: „Mér finnst ég kannast við andlitið á þér“. „Ég er Stanley Baldwin". „Já, auðvitað, nú man ég eftir þér, — en meðal annara orða hvað hefir þú fyrir stafni núna?“ ★ Winston Churchill á alnafna í Ameríku, og fæst hann við skáldsagnagerð. Þegar rithöfundur þessi fyrst birti sögu eftir sig, fékk hann bréf frá hinum brezka Churchill þar sem hann mótmælti því, að ameríkumaðurinn notaði nafn sitt á þennan hátt. Svarið, sem hann fékk var á þessa leið: „Kæri herra. En hvað gaman var að heyra að til er annar Winston Churchill. Með kærri kveöju, yðar Winston Chm'chill". ★ Þekktur klerkur hafði hvað eftir ann- að farið hörðum orðum um hina frægu leikkonu, Söru Bernhardt. Eitt sinn hitt- ust þau og töluðu um þessa gagnrýni. Eftir litla stund mælti leikkonan: „Hvers vegna eruð þér svo ómildur í dómum um mig? Leikarar ættu að styðja hvor annan". ★ TÍMARITIÐ DVÖL kemur út i fjórum heftum á ári, eitt hefti á hverjum árs- fjórðungi. Það flytur lesendum sínum úrval þýddra smásagna, fræðandi og skemmtandi greinar um erlent og innlent efni, ljóð og ljóðaþýðingar, frumsamdar íslezkar skáldsögur, ritfregnir, þjóðfræðaþætti, gamansögur o. fl. Ritstjóri: ANDRÉS KRISTJÁNSSON. Útgefandi: Dvalarútgáfan. Áskriftargjald kr. 20,00 árgangurinn. Gjalddagi 1. júní. Óskast greitt í póstávísun. Á r i t u n : Tímaritið Dvöl, pósthólf 561, sími 2923. Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.