Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 21
GAMLIR EN
SPRÆKIR!
Old boys punktar
Sumarið 1995 lagðist vel í okkur eldri
drengi Vals í knattspymu. í hópinn
höfðu bæst ungir og frískir menn eins
og Þorgrímur Þráinsson,
Guðmundur Þorbjörnsson, Ingvar
Guðmundsson og Sævar Jónsson.
Valur var í A-riðli ásamt KR
(íslandsmeisturunum 1994), UMFB
(Ungmennaf. Bessastaðahrepps),
Víkingi, Grindavík og Létti. Framan af
móti gekk vel að ná mannskapnum
saman með þeim árangri að Valur
sigraði í riðlinum en úrslit leikja urðu
eftirfarandi:
Valur - Léttur 8:2
KR-Valur 1:1
Valur - Víkingur 4:2
UMFB-Valur 1:18
Valur - Grindav.3:l
Valur fór því í þriggja liða úrslit ásamt
Fylki og ÍR. Úrslit leikjanna urðu þau
að Fylkir vann Val 2:1 eftir mikinn
baráttuleik og ÍR sigraði Val
sömuleiðis, 4:0. Liðið spilaði mjög vel
í riðlakeppninni en þegar kom að
úrslitakeppninni vantaði allt of marga
góða leikmenn í hópinn til þess að
hægt hefði verið að búast við góðum
úrslitum. Menn voru ýmist komnir í
frí eða staddir erlendis. Gegn Fylki
vantaði fjóra leikmenn og átta gegn
ÍR. Þetta er ekki vænlegt til að ná
íslandsmeistaratitli en úr því verður
vonandi bætt. A næsta sumri bætast
vonandi fleiri góðir leikmenn, í yngri
kantinum, í hópinn; eins og Magnús
Bergs og Bergþór Magnússon.
Markahæstur enn eitt árið varð Ingi
Björn Albertsson og skoraði hann níu
mörk, þar af átta í einum leik. Næstur
var Þorsteinn Sigurðsson með átta
mörk sem hann skoraði í nokkrum
leikjum enda er Steini landsfrægur
markvarðahrellir.
ÍR varð íslandsmeistari í eldri flokki,
Fylkir í 2. sæti og Valur í því þriðja.
Eg álít að eldri flokkur Vals hafi sett
met í sumar (þ.e. í keppni eldri flokka)
þegar við skoruðum 18 mörk gegn
UMFB.
A uppskeruhátíð Vals var Þorgrímur
Þráinsson útnefndur efnilegasti leik-
maður flokksins 1995 en Leikmaður
eldri flokks var hinn síungi Þorsteinn
Sigurðsson. Báðir fengu verðlauna-
peninga og Þorsteinn veglegan bikar
að auki til eignar. Verðlaunin eru
ávallt gefin af Versluninni Tékk-
Kristall.
Valskveðjur!
Hilmir Elísson
Þorsteinn Sigurðsson, Leikmaður
Old-boys, 1995.
VALSBLAÐIÐ
1959
Knattspyrnan árið 2000
Þegar á knattspymuvellinum er um
að ræða 10 „pör" sem hreyfast „í takt"
fram og aftur um völlinn, í stað
baráttuglaðra einstaklinga sem skapa
frumlegar, samslungnar sóknarað-
gerðir, þá er skipulagsgrundvellinum
raskað og hið sanna eðli knattspym-
unnar hverfur í skuggann, og þá ekki
síður, er við bætist núgildandi skipan
rangstöðunnar, þar sem leikmaður er
sekur fundinn á vallarhelmingi
mótherjanna, hafi hann færri en tvo
andstæðinga á milli sín og
endamarkanna í því augnabliki og
knettinum var leikið til hans. Er því
ekki kominn tími til að gera t.d.
rangstöðureglumar einfaldari aftur -
síðast var þeim breytt árið 1926 - og
fækka „millimótherjunum" um einn?
Það er ætlað að aðeins 30. hverri
homspymu ljúki með marki. Svifí
knattarins er fylgt af nákvæmni af
vöminni, sem við öllu er búin, og ef í
nauðimar rekur, er aftur hægt að
senda hann út fyrir endamörkin.
Þannig má endurtaka þetta, hvað eftir
annað, ef þörf gerist. Þess vegna má
spyrja, er ekki meira réttlæti í því að
dæma homspymu frá þeim stað þar
sem knettinum var spymt út af? Hafi
honum verið spymt útaf við hom-
fánann, þá sé honum spymt þaðan, en
hafi honum hins vegar verið spymt út
af um 10 stikur frá markinu, þá sé
spyman framkvæmt þaðan o.s.frv.
Þetta mun neyða hina „stórkarlalegu"
vöm til að skipa málum sínum með
öðmm hætti. Mér er kunnugt um það,
að innan knattspymuhreyfmgarinnar
hefir þeirri hugmynd skotið upp, að
gera enn róttækari aðgerðir, sem sé að
dæma vítaspymu, ef lið eyðileggur
sóknarleik, með því að spyma þrisvar
í hom.
(Úr grein sem rússneskur meistara-
flokksmaður og sérfræðingur í knatt-
spymu, Andrej Starostin, skrifaði í
„Nyheter frán Sovjet-unionen".)