Valsblaðið - 01.05.1995, Side 22

Valsblaðið - 01.05.1995, Side 22
Séra Friðrik Friðriksson. SERA FRIÐRIK OG KNATT- ) SPYRNAN Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi og leiðtogi KFUM og KFUK í Reykjavík, er af mörgum talinn ein- hver áhrifamesti Islendingur á þessari öld. Eitt er víst að áhrifa hans gætir víða í þjóðfélaginu enn í dag þótt hann hafi látist fyrir þremur áratugum og mörg eru þau félög sem eiga rætur sínar að rekja til hans beint eða óbeint. Sum þessara félaga áttu upphaf sitt sem starfsgreinar í KFUM en eru fyrir löngu orðin sjálfstæð og íjölmenn félög. Nokkur þeirra, ásamt KFUM og KFUK, bundust samtökum um að heiðra minningu séra Friðriks með byggingu svo nefndrar Friðrikskapellu á félagssvæði Knattspymufélagsins Vals að Hlíðarenda í Reykjavík. Má þar m.a. nefna Karlakórinn Fóst- bræður, sem áður hét Karlakór KFUM, Skátafélag Reykjavíkur sem Væringjar séra Friðriks sameinuðust síðar, Knattspyrnufélagið Val og Knattspymufélagið Hauka í Hafnar- firði. Það er flestum kunnugt að séra Friðrik leit fyrst og fremst á sig sem sendiboða Jesús Krists til þess að vekja og efla trúarlegt og siðferðislegt líf meðal ungra manna. Það kunna því að vakna spumingar hjá ýmsum um á hvem hátt og að hve miklu leyti áhugi hans á knattspymu sem íþróttagrein hafi getað þjónað þessu aðalhlutverki séra Friðriks. Því verður ekki neitað að hann hafði miklar mætur á gildi knattspymunnar í uppeldi einstakl- ingsins ef rétt væri á haldið. Það er því ómaksins vert að rifja upp ýmis ummæli séra Friðriks um knattspym- una og ýmislegt henni viðkomandi er skýri dálæti hans á þessari íþrótt. I ævisögu sinni (Starfsárin II, bls. 100) ritar hann sérstakan kafla sem hann nefnir knattspymuþátt. Hefst hann á þessum orðum: „Nú hefst hér þáttur, sem er mér einna hugljúfastur af minningum þessara ára; minningum sem reyndust drjúgum þýðingarmiklar fyrir mig seinna meir. Það em minn- ingamar um það, hvemig ég komst í kynni við knattspymuíþróttina.” Kaflinn verður ekki rakinn hér frekar en hann er m.a. um stofnun og fyrsta skeið Vals. Til þess að kynnast viðhorfi séra Friðriks til knattspymunnar væri í raun og veru nægilegt að lesa sönginn hans um knattspymuna sem hefst á orðunum: Gangið fram á svæðið, sveinar. Þessi söngur er þrjú erindi. Fyrstu tvö erindin eru í raun leiðbein- ing til leikmanna og kappliðs í sókn og vöm og hvatning til dáða. í þriðja erindinu vísar hann til æðri markmiða sem sem drenglyndis og að allt sé „fagurt, djarft og rétt”, eins og segir í söngnum. Loks bendir hann á þau æðstu markmið, sigurlaunin að lífí loknu, sem sá hlýtur, er sýndi trú í dáð. Frá stofnfundi Friðrikskapellu sem var haldinn í Hallgrímskirkju. 22

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.