Valsblaðið - 01.05.1995, Side 29

Valsblaðið - 01.05.1995, Side 29
Séra Pálmi Matthíasson, Ólafur Már Sigurðsson með soninn Bjarka Má, sem var skírður 27. október 1994 og Sigrún Ægisdóttir, eiginkona Ólafs Más. Jónína Þóra með bræður sína, Ólaf Ægi (í fanginu) og Bjarka Má sem er rúmlega ársgamall. Bræður skírðir í Friðrikskapellu Nokkuð hefúr verið um skímir og hjónavígslur í Friðrikskapellu síðustu misserin og hafa meira að segja aðrir en Valsmenn kosið kapelluna okkar ’ sem vettvang fyrir þær heilögu stundir. Tveir bræður hafa verið skírðir í Friðrikskapellu með stuttu millibili en þeir eru synir Olafs Más Sigurðssonar, fyrmrn varaformanns knattspymudeildar Vals, og eiginkonu hans Sigrúnar Ægisdóttur. Þann 27. október 1994 var eldri drengurinn skírður og hlaut hann nafnið Bjarki Már. Hann fæddist 26. september 1994. Yngri drengurinn fæddist 28. október 1995 og var skírður 29. nóv- ember sl. Hlaut hann nafnið Ólafur Ægir. Sr. Pálmi Matthíasson skírði báða drengina. Afí Bjarka Más og Ólafs Ægis í móðurætt, Ægir Ólason, er mikill og sannur Valsmaður. Ægir ólst upp í Þingholtsstræti 8 en KFUM húsið að Amtmannstíg var næsta hús fyrir neðan. Ægir byrjaði að sækja fundi í KFUM aðeins 7 ára gamall og kynnt- ist það leiðtoganum sr. Friðrik. Hann heimsótti sr. Friðrik oft, fór í sendi- ferðir fyrir hann og keypti þá gjaman vindla sem vora í miklu uppáhaldi hjá leiðtoganum. Þeir drengir, sem sóttu fundi í KFUM og hlýddu á sr. Friðrik, urðu fyrir miklum áhrifum af orðum hans og söngvum og ekki síst persónunni sjálfri. A þessum árum léku drengimir sér í fótbolta í porti KFUM og þar í kring og þar byrjaði Valshjartað að slá í takt við leikinn. í Miðbæjarskóla- portinu var einnig leikinn fótbolti í öllum frímínútum, hvemig sem við- raði. Þar léku sér saman drengir úr hverfmu og má þar nefna Björgvin Hermannsson siðar markvörð í Val. Ægir flutti síðan um fermingu í Sörla- skjólið og þá má segja að ballið hafi byrjað því allt í kringum hann bjuggu KR-ingar. í næsta húsi við Ægi bjuggu t.d. Siggi Jonný, Troels Bentsen o.fl. Það hefur þurft töluverða staðfestu til að halda í Valstrúna við slíkar Ólafur Ægir færður til skírnar 29. nóvember sl. Afinn og Valsmaðurinn, Ægir Ólafsson, var viðstadd- ur ásamt eiginkonu sinni og ömmu drengsins, Þóru Einarsdóttur. Jónína Þóra er sömuleiðis á myndinni. aðstæður og standa ávallt hreinn og beinn sem Valsari í landi „erkiíjendanna". Enn upplagið var tryggt af kynnum við sr. Friðrik og Valsandann sem ríkti í návist þess mæta manns. Ægir Ólason hefur verið fastagestur á leikjum Vals þegar hann hefur getað komið því við, vinnu sinnar vegna. Hann er þessi dæmigerði hægláti Valsmaður sem er stoltur af sínu félagi, árangri þess og leiðtogananum og stofnandanum sr. Friðrik Friðriks- syni. Það er því ánægjulegt að dóttur- synimir tveir skuli hafa verið skírðir í kapellunni að Hlíðarenda sem ber nafn leiðtogans.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.