Valsblaðið - 01.05.1995, Page 30

Valsblaðið - 01.05.1995, Page 30
Texti: Þorgrímur Þráinsson Ólafur Gústafsson í faðmi fjölskyldunnar, Grétar Már og Kristín Sigurðardóttir eiginkona Ólafs í sófanum en Ágústa og Steinar Þór á gólflnu. Hver er Valsmaðurinn? „Ein stjóm fyrír félagið er heppilegra stjóm- skipulag” í nær öllum íþróttafélögum eru ein- staklingar sem alltaf er hægt að treysta á, sama hvað á bjátar. Einstaklingar sem skapa sér ákveðinn virðingarsess sökum eljusemi, dugnaðar og fómfýsi. ÓLAFUR GÚSTAFSSON, lögfræð- ingur, hefur verið ein af styrkustu stoðum Vals í hátt í tvo áratugi en hann berst ekki mikið á. Það er lýs- andi fyrir persónuleika Ólafs, og sýnir hlýhug hans til Vals hvað best, að hann greiddi píanóið í Friðrikskapellu úr eigin vasa án þess að hafa hátt um það. Við vígslu kapellunnar var píanóið fengið að láni, því ekki voru til fjármunir til að kaupa það. Þegar skila átti píanóinu gat Ólafur ekki hugsað sér kapelluna án píanós og tók því af skarið. Ólafur var tveggja ára þegar for- eldrar hans fluttu á efstu hæð í blokkaríbúð við Eskihlíð. Síðar flutti hann í Blönduhlíð og þaðan í Mávahlíð, þar sem hann bjó þar til hann hafði lokið háskólanámi. „Ut um gluggann í Eskihlíðinni blasti Hlíðarendi við þannig að svæðið skipaði íljótlega stóran sess í huga mér. Það fór ekki á milli mála að þama var mikið um að vera, strákar að sparka bolta en ég hef líklega slegist í hópinn þegar ég var á áttunda ári. Á 30 ÓLAFUR GÚSTAFSSON hefur verið varaformaður knattspyrnudeildar Vals, varaformaður félagsins og í framkvæmdastjórn Friðrikskapellu. Hann ritstýrði Valsbókinni árið 1981 og situr nú í stjórn fulltrúaráðs Vals. Ólafur Gústafsson. þeim tíma var 4. flokkur íyrir þá sem voru yngstir og þess vegna var gríðar- legur Ijöldi pilta æfingum, á mismundi aldri, og leikið í a, b, c og d liðum. Síðar breyttist það fyrirkomulag með tilkomu 5.- 6.- og 7. flokks. Knattspymuferill minn var fremur stuttur því ég lék eingöngu með 4.- og 3. flokki. Læknar ráðlögðu mér að hætta í knattspymu sökum einhverrar fótaveiki en það gerði samt ekki útslagið. Eg var mjög virkur í ská- tahreyfmgunni á þessum ámm, fór í ferðalög og stundaði margs konar útivist flestar helgar sumarsins. Eg tók það fram yfir knattspyrhuna. Á mínum stutta knattspymuferli kynntist ég mörgum mætum mönnum sem ég hélt góðu sambandi við og vann náið með þegar ég hóf að starfa fyrir Val.”

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.